Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 7. ágúst 1993 Útför sambýlismanns mlns og bróöur okkar Hávarös Hávarðssonar frá Efri-Fljótum I, Meðallandl sem lést 3. ágúst sl. fer fram frá Prestbakkakirkju á Slöu mánudaginn 9. ágúst kl. 14.00. Hanslna Elíasdóttlr, Róshildur Hávarösdóttlr, Halldór Hávarðsson og aðrir vandamenn. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. garðyrkjustjórans I Reykjavlk, óskar eftir tilboðum I lóðarlögn á opnu svæði við Bogahlíö í Reykjavlk. Verklok eru 23. september 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. ágúst 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum I lagningu aðalæðar VR II, 5. áfanga; Graf- arholt — Laxalón. Helstu magntölur eru: Þvermál pípna 800 mm Lengd 833 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. ágúst 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 riUDDSKÓLI RAFnS QEIRDALS Faglegur bakgrunnur skólastjóra •k 3ja ára nám í þjóðfélagsfræði við Fláskóla íslands, 1979 - '82. Lauk 48 einingum. ★ 1 árs nám í lífeflissálarfræði, 1982 - '83. Útskrift með skrírteini. ★ IV2 árs nuddnám í „Boujder School of Massage Therapy", Boulder, Kólóradó, 1985. Útskrift sem nuddfræðingur. Sérpróf í nuddkennslu. ★ Kvöld- og helgarnám í sólfræðiróðgjöf við Flakomi stofnunina, Boulder, Kólóradó. Útskrift af miöhluta námsins árið 1985 með 1 skrírteini. ★ Stofnun eigin nuddstofu 1985. ★ Stofnfélagi að Félagi íslenskra nuddara 1985. Kosinn ífræðslu- nefnd. ★ Nuddkennsla með almennu námskeiðahaldi 1987. Um 100 þátttakendur. ★ Lögg. sjúkranuddari skv. leyfisbréfi nr. 18, 1987. ★ 1árs nám í andlegri heilun, Philadelphiu, Pennsylvaníu, 1987 - '88. Útskrift með skírteini. ★ Innvígöur lærisveinn hjá Gurudev, Dr. Yogi Amrit Desai, stofn- anda Kripalu jóga aðferðarinnar og heilsumiðstöðvar. Maí 1988. Skírteini. ★ Stofnun á eigin nuddmlðstöð 1988. Nudd og nuddnámskeið. Um 700 þátttakendur. ★ Námskeið í Reiki heilun, 1. stig. Útskift með skírteini, 1989. . ★ Eins mánaðar nám í heilsuráðgjöf við Kripalu jóga- og heilsum- iöstöðina í Massachusetts, 1989. Útskrift með skírteini. ★ Meistarabréf frá Félagi íslenskra nuddara ágúst 1989. Réttur til að taka nema. ★ Stofnun og rekstur á eingin nuddskóla frá 1989. 124 nemend- ur hafa hafið nám, 37 hafa útskrifast til fulls sem nuddfræðing- ar. ★ Stofnfélagi að Félagi fslenskra sjúkranuddara 1989. ★ Stofnun á eigin sjúkranuddstofu 1990. ★ Kosinn í stjórn félags íslenskra sjúkranuddara, 1991. ★ Stofnfélagi að Félagi íslenskra nuddfræðinga 1992. Formaður þess. Skólastjóri. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra segist vera bú- inn að spara 3 milljarða í landbúnaðarmálum og seg- ist kunna því illa þegar Sighvatur Björgvinsson segir að ekki sé nóg að gert: Hvetur Sighvat til átaka í vaxta- málum Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra segir að skýrsla, sem Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra kynnti í vikunni um samanburð á kostnað neytenda af landbún- aðarstefnu Norðurlandanna, sé ónothæf. Hann svarar gagnrýni Sighvats á landbúnaðarstefnuna með því að benda honum á að huga að ýmsum aðkallandi verkefnum í eigin ráðuneyti, eins og vaxtamálum og erfiðleikum skipasmíðaiðnaðar, frekar en að gagnrýna eingöngu landbúnaðarstefnuna. Halldór segir óréttmæta gagn- rýni um að illa hafi verið staðið að niðurskurði í landbúnaðar- ráðuneytinu. Þar hafi verið spar- aðir um þrír milljarðar. Skýrslan byggir á úrelt- um upplýsingum Halldór var fyrst spurður hvaða álit hann hefði á skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskólans kynnti í gær um kostnað sem neytendur bera af þeirri land- búnaðarstefnu sem hér er rekin. „Skýrslan er tímaskekkja, þar sem hún byggir á upplýsingum frá árinu 1988. Það hafa allar forsendur í stefnumörkun í landbúnaðarmálum breyst síðan þá. Skýrslan er ekki nothæf til að skilja ástand í landbúnaðarmál- um nú. Það má reyna að meta stuðning við landbúnað með ýmsum hætti. En ef menn ætla að bera saman stuðning við landbúnað í ýmsum löndum, þá verða þeir að beita sömu aðferðinni í löndun- um öllum. Það er ekki gert í skýrslunni. Þar er í grófum dráttum miðað við framleiðslu- verð á hinum Norðurlöndunum, en verð á heildsölustigi hér á landi. Það gerir þennan saman- burð villandi og veldur því að af honum er ekki hægt að draga óyggjandi ályktanir. Því var haldið fram við kynn- ingu á skýrslunni að beinn og óbeinn stuðningur við landbún- aðinn sé 16,7 milljarðar króna á þessu ári. Nú vill svo til að Hag- fræðistofnun Háskólans vann aðra skýrslu og kynnti hana í mars á þessu ári. Þar er talan 12,7 milljarðar og er þó ýmislegt við þann útreikning að athuga. Það skakkar m.ö.o. þriðjungi. Við í landbúnaðarráðuneytinu erum að fara yfir þessar tölur. Það er óþolandi að það séu á flakki í þjóðfélaginu rangar tölur af þessu tagi. Við teljum okkur geta treyst útreikningum í öðr- um löndum. Það er óþolandi annað en að það sé faglega staðið að samanburðartölum fyrir ís- lenskan landbúnað einnig. Ef við lítum yfir þetta fimm ára tímabil, þá hefur verð á landbún- aðarvörum lækkað frá 10-40%. Við höfum lagt niður útflutn- ingsbætur. Bændur eru með margvíslegum hætti að vinna að aukinni hagræðingu á búum sínum og í framleiðslunni í heild, sem mun þýða enn meiri verðlækkun á næstu árum. Bændur eru markvisst að búa sig undir alþjóðlega samkeppni, sem verður innleidd með gildis- töku Evrópska efnahagssvæðis- ins og einnig ef af GATT-samn- ingum verður. Á síðustu tveimur árum hefur verið dregið úr bein- um framleiðslustyrkjum hér á landi um þrjá milljarða króna. Sá sparnaður vex á næsta ári. Ég vil leggja áherslu á að þegar verið er að tala um markaðs- stuðning við landbúnað, þá er það reiknuð stærð og erfitt að glöggva sig á hvemig rétt sé að meta hana. Það er ekkert sam- hæft heimsmarkaðsverð á Iand- búnaðarvömm. Það er eftirtekt- arvert að í verslun á fslandi er álagning á landbúnaðarvömr í krónum talið auðvitað hærri en þar sem hún er lægst. Ef keppi- keflið er að lækka verðið til neyt- enda, þá dugir ekki að horfa bara á bændur og segja að bændur eigi að taka til hjá sér. Vömrnar eiga eftir að fara inn í vinnslu- stöðvarnar. Það leggst á þær flutningskostnaður. Þær fara í smásöluna o.s.frv. Við verðum að horfa á verðið á vömnni á loka- stigi, þegar við bemm verð á landbúnaðarvörum saman milli landa, og athuga alla þætti verð- myndunarinnar. Getur það t.d. verið að bandarískur kaupmaður taki minna fyrir að selja kalkún heldur en Hagkaup? Menn verða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.