Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 9
n »r»pK
Laugardagur 7. ágúst 1993
ist og bendir á skrifstofu forseta
borgarstjómar.
í málflutningi þeirra Tsúíkíns og
Mísíns gætir þess nokkuð að þeir
kalli það „mannréttindi" sem á Vest-
urlöndum myndi frekar vera skil-
greint sem „pólitísk réttindi." Senni-
lega er það gert í áróðursskyni, til að
afla samúðar á Vesturlöndum. Það
hefur ekki orðið án árangurs, þar eð
borgarstjómin í Narva hefur Rúss-
land á bak við sig og það á öllu auð-
veldara með að ná eyrum vestrænna
fjölmiðla en Eistland.
Ríkisfangslausir
Rússar
Það er borgararéttur og dvalarleyfi
fyrir Eistlands-Rússa sem málið
snýst um. Eftir ógnir og undirokun
sovéska tímans má ætla að margir
Eistar beri þungan hug til Rússa og
kjósi helst að sumir þeirra fari úr
landi, og kannski heldur fleiri en
færri. En tilhneigingar af því tagi
hafa ekki orðið ofan á hjá Eistum.
T.d. er svo að sjá að með útlendinga-
lögunum nýju séu landsmönnum
sem ekki hafa ríkisborgararétt veittir
auknir möguleikar á að fá hann og að
fá réttarstöðu sína skilgreinda þang-
að til þeir hafa tekið ákvörðun um
hvort þeir vilja verða eistneskir ríkis-
borgarar eða rússneskir.
Eins og sakir standa er mikill meiri-
hluti Rússa í Eistlandi (og einnig
margir Rússanna í Lettlandi) hvor-
ugL Eistlands-Rússar sem bjuggu í
Eistlandi á fyrri sjálfstæðistímanum
fengu eistneskan ríkisborgararétt
sjálfkrafa með endurreistu sjálfstæði,
sem og afkomendur þeirra, en fáir
aðrir Rússar hafa enn sótt um þann
rétt, þótt engar lagalegar hindranir
hafi verið í vegi fyrir því. Sagt er að
um hálf milljón Rússa í Eistlandi sé
þar af leiðandi ríkisfangslaus. Einu
vegabréfin sem þeir hafa eru þau
gömlu sovésku. Segja mætti því að
meirihluti Eistlands- og Lettlands-
Rússa væri f því undarlega ásig-
komulagi að vera borgarar ríkis sem
ekki er lengur til.
Þeir sem gagnrýna rússnesku for-
ustuna í Narva, þeirra á meðal er-
lendir fréttaskýrendur, telja að hún
beiti sér gegn því að Eistlands- Rúss-
ar sæki um eistneskan ríkisborgara-
rétt. Rússneskir ráðamenn þar og
fjölmiðlar þeirra haldi því fram að
eistneska stjórnin vilji ekki veita
Rússum ríkisborgararétt og að nýju
útlendingalögin séu sett beinlínis í
þeim tilgangi að gera lífið sem erfið-
ast fyrir rússneska þjóðernisminni-
hlutann. Áróður af því tagi kann að
hafa haft sitt að segja, ekki síst vegna
þess hve fáir Eistlands-Rússar skilja
eistnesku vel eða yfirleitt nokkurt
annað mál en rússnesku. Blaðið sem
flestir Narvabúar lesa er rússneskt, á
vegum borgarstjómar og fyrrverandi
málgagn Komsomol, æskulýðssam-
taka sovéska kommúnistaflokksins.
Mafíur
Áðurnefnd Cecilia Stegö er helst á
því að borgarstjórnin í Narva reyni
eftir bestu getu að halda sínu fólki
einangmðu og að koma í veg fyrir að
það reyni að aðlagast, með því að
sækja um eistneskan ríkisborgara-
rétt m.a., af ótta við að sú þróun mála
hafi í för með sér valdamissi fyrir
rússneska ráðamenn borgarinnar. í
október eiga að fara fram borgar- og
Á landamærum Eistlands og Rúss-
lands við Narva — borgin hreiöur fyr-
ir mafíur.
sveitarstjómakosningar í Eistlandi. 1
þeim hafa landsmenn án ríkisfangs
kosningarétt, en ekki kjörgengi. Það
þýðir að líkindum að núverandi
borgarstjórnarmenn í Narva koma
ekki til greina til endurkjörs, verði
kosningalögum framfylgt þar í borg.
Borgarstjórnarmenn í Narva óttast
einnig um efnahagslega hagsmuni.
Undir þeirra stjóm hefúr Narva orðið
hreiður fyrir rússnesku mafíurnar,
sem eru fyrirferðaríniklar og vaxandi
plága í öllu hinu fyrrverandi sovét-
veldi og hafa fyrir löngu teygt arma
sína vestar. Sennilegt er að ráða-
menn í Narva hagnist vel á umburð-
arlyndi sínu við mafíumar. Mafíu-
skapur Rússa og glæpamennska hon-
um samfara er atriði sem dregur úr
möguleikum á batnandi samskiptum
Eystrasaltsþjóða og Rússa, bæði í
Eystrasaltslöndum og Rússlandi.
Ýmislegt bendir til að í efnahags-
málum sé Eistland á uppleið. Það tók
í fyrra upp eigin gjaldmiðil og virðist
sú breyting hafa styrkt efnahagslífið
heldur en hitt. En að sögn frétta-
manna nær sá bati ekki til Narva og
kenna þeir ráðamönnum þar um.
Þeir sjái til þess að allt sitji þar í
gamla farinu, m.a. með því að breyta
ríkisfyrirtækjum að nafninu til í
hlutafélög, þar sem borgarstjómar-
menn og fyrrverandi forstjórar fyrir-
tækjanna hafi öll ráð.
Hótanir
Um Rússa í Narva bendir margt til
þess að margir þeirra séu á báðum
áttum og uggandi um framtíðina.
Fréttamenn segja að þeir tortryggi
Eista og eistnesk stjórnvöld, en þar
með sé ekki endilega sagt að þeir
treysti ráðamönnum sínum vel held-
ur. Til þess bendir léleg kjörsókn í at-
kvæðagreiðslunni um sjálfstjórnina;
í Narva mætti þá aðeins íiðlega helm-
ingur kjósenda á kjörstað. En Rússar
þar telja líklega flestir vissara að and-
æfa ekki ráðamönnum þar. Rúss-
neskir borgarbúar sem lýst hafa fylgi
við sjálfstætt Eistland sæta hótun-
um.
Fyrir því hefur t.d. orðið Sergej Go-
rokhov, sem er formaður upplýsinga-
skrifstofu á vegum Narva og ná-
grennis. Hann segir borgarstjómina
hindra að borgarbúar fái upplýsingar
um nýju útlendingalögin og aðrar
ráðstafanir stjórnar og þings Eist-
lands viðvíkjandi borgararéttindum.
í Narva gerir enginn að gamni sínu,
skrifar Stegö. „Fólk er ráðvillt, óttast
um öryggi sitt, er hrætt.“
„Ráðamenn hér þurfa á öryggisleys-
inu og óttanum að halda," segir Go-
rokhov. „Það er þetta sem heldur
þeim við völd.“
Rússneskur túlkur sænsku blaða-
konunnar sagði við hana að skilnaði:
„Haldir þú að þú hafir hitt Rússa hér
í Narva, þá er það rangt. Það sem þú
hefur séð hér em síðustu einstak-
lingamir af tegundinni Homo sovjet-
icus.“
Ríkisfangsiaus Rússi með sovéskt
vegabréf.
Tíminn 9
Þjóðarbókhlaða
— rafdreifitöflur
Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins, fyrir hönd
menntamálaráðuneytisins, óskar eftir tilboðum I rafdreifitöflur
fýrir Þjóðarbókhlöðu.
Um er að ræða 1600A aðaltöflu, 15. greinitöflur og tvo Ijós-
deyflskápa. Töfluskápar og skinnur skulu vera tegundaprófuð
framleiðsla (type tested). Töflursem heild skulu hlutaprófaðar
(partially type tested).
Til að tilboð teljist fullgilt skal bjóðandi framvísa vottorði frá
framleiðanda þeirra taflna sem þeir hyggjast bjóða (ekki um-
boðsaðila) sem staðfesti að framleiðandi viðurkenni bjóðanda
sem fullgildan samsetningaraðila.
Útboðsgögn verða seld á 12.450 krónur með VSK hjá Inn-
kaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavik, frá og með
þriðjudeginum 10. ágúst 1993.
Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar rlkisins eigi síðar en
þriðjudaginn 31. ágúst 1993 kl. 11.00 en þá verða þau opnuð að
viðstöddum bjóðendum.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
---------------------------------------------\
ÚTBOÐ
Flugvallarvegur
á Egilsstöðum
Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum I lagningu
0,4 km langs kafla Flugvallarvegar á Egilsstöö-
um.
Helstu magntölur. Fylling og burðariög 6.000 ms
og klæðning 3.000 mJ.
Verki skal vera að fullu lokið 15. júnl 1994.
Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerð rfkisins
á Reyðarfiröi og I Borgartúni 5. Reykjavfk (aðal-
gjaldkera) frá og með 9. ágúst. Skila skal tilboö-
um á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 16. ágúst
1993.
Vegamálastjóri
/
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður Nafn umboðsmanns Helmlll Síml
Keflavfk Guðriður Waage Austurbraut 1 92-12883
Njarövík Katrln Sigurðardóttir Hólagata 7 92-12169
Akrartes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-14261
Borgames Soffla Óskarsdóttir Hrafnarkletti 8 93-71642
Stykklshókmrr Erla Lámsdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Grundarflörður Anna Aðalsteinsdóttir Gmndargötu 15 93-86604
HeHissandur Lilja Guömundsdóttir Gufuskálum 93-66864
Búðardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222
fsaflörður Petrfna Georgsdóttir Hrannargötu 2 94-3543
Hólmavík Ellsabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132
Hvammstangi Hólmfrlður Guömundsd. Fffusundi 12 95-12485
Blönduós Snorri Bjamason Uröarbraut 20 95-24581
Skagaströnd Ólafur Bemódusson Bogabraut 27 95-22772
Sauöárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahllð 13 95-35311
SlgkiQörður Guörún Auöunsdóttir Hverfisgötu 28 96-71841
Akureyrl Baldur Hauksson Drekagili 19 96-27494
Svalbarðseyrl Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Húsavfk Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 95-41559
ÓiafsQörður Helga Jónsdóttir Hrannarbvqqö 8 96-52308
Raufarhöfn Erla Guðmundsdóttir Aðalbraut 60 96-51258
VopnaQörður Svanborg Vlglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350
SeyðisQörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136
Neskaupstaöur Bryndis Helgadóttir Blómsturvellir 46 97-71682
Reyðarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167
EsWQöröur Björg Sigurðardóttir Strandgötu 3B 97-61336
FáskrúðsQöröur Ásdis Jóhannesdóttir. Skólavegi 8 97-51339
Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgarlandi 21 97-88962
Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vikurbraut 11 97-81274
Setfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317
Hveragerði Þórður Snæbjamarson Heiömörk 61 98-34191
Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627
Eyrarbakkl Bjami Þór Erlingsson Túngötu 28 98-31198
Laugarvatn Margrét Lámsdóttir Miðey 98-61236
Hvdsvöllur Láms og Ottó Jónssynir Króktúni 18 98-78399
Vfk Sigurbjörg Bjömsdóttir Mánabraut 4 98-71133
Vestman naeyja r Hrefna Hilmisdóttir Bröttugötu 39 98-12408
Vatnskassa- og bensíntankaviðgerðir
Gerum við og seljum nýja vatnskassa.
Gerum einnig við bensíntanka
og gúmmíhúðum að innan.
Seljum einnig nýja bensíntanka.
Alhliða blikksmíði.
| Blikksmiðjan Grettir
..... f Ármúla 19, s. 681949 og 681877.