Tíminn - 07.08.1993, Síða 7

Tíminn - 07.08.1993, Síða 7
Laugardagur 7. ágúst 1993 Tíminn 7 Halldór Blöndal landbúnaðarráöherra. Tlmamynd Arni Bjarna að horfa á heildarmyndina, en mér finnst það vanta inn í þá skýrslu sem kynnt var í vik- unni.“ Sighvatur þarf að endur- skoða stefnuna í vaxta- málum og málum skipa- smíðaiðnaðarins Sighvatur Björgvinsson sagði á fundi með blaðamönnum, þegar skýrslan var kynnt, að stjóm- völd hljóti að taka mið af þeim tölum sem koma fram í skýrsl- unni. Ertu þá ósammála því? „Hann hefur ekki sagt þetta í mín eyru og ég veit ekki hvað hann á við. Eg tek auðvitað ekki mið af röngum eða úreltum töl- um. Hann hlýtur að hafa átt við það að stjórnvöld á hverjum tíma hljóti jafht í landbúnaði, iðnaði sem í vaxtamálum að end- urskoða stefnu sína. Auðvitað hljótum við að endurskoða stefnu okkar í vaxtamálum. Það gengur auðvitað ekki til lengdar að raunvextir hér á landi séu hærri en í öðrum löndum til lengri tíma. Við verðum að beita okkur fyrir breytingum í pen- inga- og skattamálum, sem verka örvandi á atvinnulífið og draga þannig úr atvinnuleysi. Það gefúr augaleið. Það sama er að segja um iðnað- inn. Skipasmíðaiðnaðurinn á í miklum erfiðleikum, eins og síð- ustu tíðindi af Slippstöðinni á Akureyri eru glöggt dæmi um. Ég hef raunar verið þeirrar skoð- unar að stjómvöld hafi svo árum skipti vanrækt þennan þátt iðn- aðarins og ekki skilið þá miklu þýðingu, sem það hefur fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð og ey- Iand að hafa góðar skipasmíða- stöðvar í landinu. Ég er því þeirrar skoðunar — alveg eins og Sighvatur telur að þau mál, sem undir mig heyra, hljóti allt- af að vera til endurskoðunar — að hann geti líka litast um í sínu eigin húsi og athugað hvort þar er allt í eins góðu lagi og hann kysi sjálfur." Það gengur ekki að allur spamaðurinn eigi að koma úr einni átt Telur þú að það sé tilviljun að viðskiptaráðherra kynnir þessa skýrslu með töluverðum látum, núna þegar menn eru að fara að heUa sér út í að koma saman fjáriagafrumvarpi? „Sighvatur er stór maður og kann að koma orðum að hlutun- um. Hann kynnti þessa skýrslu sem samstarifsráðherra Norður- landa og honum er í sjálfsvald sett hvemig eða með hvaða hætti hann gerir það. Það liggur alveg fyrir að við í landbúnaðarráðuneytinu höfum lagt mjög hart að okkur við fjár- lagagerð tveggja síðustu ára. Það þýðir ekki að hrópa á hverju ein- asta ári að allur spamaðurinn eigi að koma aðeins úr einni átt Það gengur ekki upp. Ég hef orðið var við það að Al- þýðuflokkurinn hefur það mjög á orði, þegar honum þykir það henta, að bændur séu óþörf stétt hér á landi. Ég trúi því ekki að það hafi legið í orðum viðskipta- ráðherra. En á hinn bóginn hef- ur Alþýðuflokkurinn stundum fyrir kosningar yfirboðið okkur sjálfstæðismenn í stuðningi við bændur. Ég man sérstaklega eft- ir því í mínu kjördæmi þegar þjóðkunnur leikari var þar ofar- lega á lista hjá Alþýðuflokknum fyrir nokkmm ámm. Hann fékk þá það hlutverk að spila land- búnaðarmlluna eins og hún átti að hljóma í Norðurlandi eystra, en það var allt önnur mlla en hljómaði í Reykjavík." Áttu von á að fjárveitingar til landbúnaðarins verði skertar mikið í næsta fjárlagafrum- varpi? „Við stöndum nú frammi fyrir því að það er nauðsynlegt að draga saman í ríkisrekstri. Við verðum að sætta okkur við það, íslendingar, nú um sinn að þær tekjur, sem við höfum, fara minnkandi. Það er enginn happ- drættisvinningur í sjónmáli. Eg hef ekki skorast undan því að standa eins að verki í niður- skurði og aðrir. En ég hef heldur ekki verið að brýna aðra á því að þeir hafi staðið illa að sínu verki.“ Vafasamar fjárfestingar í verslun og þjónustu Má ekki víða spara meira í land- búnaðinum? Er yfirbyggingin ekki t.d. of mikil hjá bændasam- tökunum? „Þessi umræða er f fullum gangi hjá bændastéttinni sjálfri, hvemig hún getur dregið úr yfirbyggingu og stjórnunar- kostnaði. Eg geri mér góðar von- ir um að sú umræða skili fljót- lega árangri. Við verðum hins vegar að gá að því að það er mik- il yfirbygging hjá öðrum at- vinnugreinum einnig og raunar hjá ríkisvaldinu sjálfu. Upp á síð- kastið hefur verið einhver árátta að einblína á framleiðsluat- vinnuvegina, landbúnað og sjáv- arútveg, og tala um ofijárfest- ingu þar. Hún er ekki síður og kannski miklu meiri í verslun og þjónustu. Ég hef stundum tekið dæmi af því að bankar og opin- berir sjóðir hafa lánað um tvo milljarða króna í Borgarkringl- una. Þeir peningar hefðu dugað okkur til þess að leggja fullbúinn veg milli Norður- og Austur- lands og inn allt fsafjarðardjúp. Þannig að víða má finna dæmi um vafasama fjárfestingu. Því fer víðsfjarri að við höfúm á undan- fömum ámm farið gætilega með.“ Búvörulagafrumvarpið verður endurflutt Átök urðu í fyrravor um frum- varp til laga um breytingu á bú- vörulögum. Hvernig verður tek- ið á því máli í haust? Verður fnimvarpið endurflutt? „Það liggur fyrir ríkisstjómar- samþykkt og samþykkt í báðum þingflokkum stjórnarinnar um að það skuli vera í höndum land- búnaðarráðherra að ákveða, í samræmi við alþjóðasamninga, hvort jöfnunargjöld verði lögð á innfluttar búvömr. Ég mun fylgja því eftir að ná því máli fram á Alþingi. Fmmvarpið var hluti af víðara samkomulagi um hið Evrópska efnahagssvæði og í samræmi við þá yfirlýsingu um GATT á sínum tíma, sem öll rík- isstjómin stóð að. Ég vil leggja áherslu á að þegar landbúnaðurinn er að ganga inn í erlenda samkeppni, sem gjör- breytir starfsskilyrðum hans, er nauðsynlegt að bændur geti treyst framkvæmdinni og að hún sé gerð í sem mestri sátt við framleiðendur. Það er af þeim sökum sem hér og í nálægum Iöndum er kveðið á um það að ákvörðun um upptöku verðjöfn- unargjalda skuli vera í höndum landbúnaðarráðuneytisins." Þú hefur margoft sagt að bændur þurfi að búa sig undir samkeppni erlendis frá um sölu á landbúnaðarvörum. Hvenær mega bændur eiga von á að sú samkeppni hefjist? „Það hefur ekki enn tekist end- anlegt samkomulag um GATT og ég vil engu um það spá.“ Sauðfjárræktin þarf meira svigrúm í búvöru- samningnum Þú hefur einnig sagt að þú sért tilbúinn til að endurskoða bú- vörusamninginn. Eru lflcur á að af því verði og hverju vilt þú breyta? „Það, sem ég hef lagt höfuð- áherslu á, er að skapa meira svig- rúm í sambandi við sauðfjár- framleiðsluna. Ég hef lýst mig tilbúinn til að semja við bændur á viðkvæmum gróðursvæðum um að þeir dragi um skeið úr sauðfjárrækt, en fái í staðinn starf við landgræðslu og skyld störf. Ég held líka að við verðum að finna leiðir til að styrkja at- vinnustarfsemi í sveitum, eink- um á hinum afskekktari stöðum. Ég vil þó taka fram að fyrir mér er það ekki markmið að bændur séu sem flestir, heldur vil ég að þeir bændur, sem á annað borð búa hér á landi, séu fjárhagslega sjálfstæðir og hafi örugga af- komu.“ En er ekki hætt við að ef menn fara að hrófla við búvörusamn- ingnum, þá koma fram háværar raddir um að ríkið skeri niður þá fjármuni, sem samningurinn skuldbindur það til að verja til landbúnaðar? „Búvörusamningurinn er gagn- kvæmur samningur og ríkið get- ur ekki einhliða breytt honum." Við ljúkum samtali við land- búnaðarráðherra á léttari nót- um. Alþýðublaðið sagði í vikunni sögu af ferð Halldórs út í Drang- ey. Þar segir að Halldór hafi snú- ið við í einstiginu upp eyna, þar sem uppgangan er hvað glæfra- legust. Egill Jónsson á Seljavöll- um á að hafa komið Halldóri til bjargar. Þessi saga var borin undir Halldór. „Um þetta er það að segja að ég er lofthræddur maður. Mér þótti mjög glæfralegt að ganga út á þessar syllur og gat ekki hugsað mér að gera það. Ég vann við það að mála skip í slippnum á Akur- eyri sumarið 1974 og ég man að ég þurfti oft að taka verulega á til þess að ljúka því verki sem mér var ætlað. Egill kom mér til bjargar þama í Drangey eins og oftar."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.