Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 7. ágúst 1993 Dagur Þorleifsson skrifar stendur Lenín enn Frá borg á mörkum Vestur-Evrópu og j Rússlands: INarva Deilurnar kringum ný lðg um útlendinga í Eistlandi og rússneska þjóðemisminnihlutann þar, sem iíklega telur yfír 30% Iandsmanna, hafa vakið athygli nokkra á alþjóðavettvangi. Sænsk blaðakona, Cec- ilia Stegö við Svenska Dagbladet, kallar Narva, borg í norðaustur- hluta landsins við landamæri þess og Rússlands, „púðurtunnu." 95% um 86.000 íbúa borgarinnar era Rússar. 16.-17. júlí létu rússneskar borgar- stjórnir í Narva og Sillamae, borg skammt frá Narva þar sem þorri íbúa er einnig rússneskur, fram fara al- menna atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að Rússar í Norðaustur- Eistlandi taki sér sjálfstjóm. Þorri þeirra sem á kjörstað fór greiddi at- kvæði með sjálfstjórninni, að sögn þeirra sem að atkvæðagreiðslunni stóðu. Orrustan um Narva Eistnesk stjómvöld hafa lýst at- kvæðagreiðsluna ólöglega og bent á að ekkert utanaðkomandi eftirlit hafi verið með henni. í heimspressunni er farið að bera á áhyggjum um að þama sé á leiðinni ástand hliðstætt því sem er í Moldovu, öðm fyrrver- andi sovétlýðveldi. Rússar, á spildu af því landi austan fljótsins Dnéstur, hafa lýst sig sjálfstæða og Dnésturl- ýðveldi þetta, eins og það er kallað, heldur velli með grímulausum stuðningi rússnesks herliðs. Hættan á að svipað gerist í Eistlandi er talsverð m.a. sökum þess að Rúss- ar þar eru flestir búsettir á tiltölulega litlum svæðum, einna helst í höfuð- borginni Tállinn, þar sem þeir eru liðlega helmingur íbúa, og í þremur borgum norðaustan til, Narva, Sil- lamae og Kohtla-Jarve. Hér er á ferðinni næsta viðkvæmt mál sem á eru ýmsar hliðar, eins og verða vill þar sem þjóðemismál eru annars vegar. En einnig er hér um að ræða hagsmunamál manna sem voru háttsettir í sovéska kerfinu og reyna að halda í eins mikið af því og þeir geta. Við Narva og sögu hennar eru tengdar sérstakar endurminningar í þjóðarsálum bæði Eista og Rússa. Þetta er sem sé ekki í fyrsta sinn sem „austur" og „vestur" í Evrópu takast á um borg þessa. í upphafi Norður- landaófríðarins mikla (1700-1721) settist her Péturs mikla Rússakeisara um Narva, sem þá heyrði ásamt Eist- landi öllu sænska ríkinu til. Blá- stakkar Karls 12. Svíakonungs gerðu áhlaup á umsátursliðið í snjóbyl og tvístruðu því. Féllu þar þúsundir Rússa og aðrar þúsundir af þeim drukknuðu á flóttanum í Narvafljóti. Sænski herinn sem tók þátt í orrustu þessari var 8-10.000 manns, sá rúss- neski 50-70.000. Þetta er ein sú af orrustum Rússa sem þeir eru minnst hreyknir af. í sögu landa hins fyrr- verandi sænska stórveldis, þ.á m. Eistlands, er slagur þessi þeim mun meiri dýrðaratburður. Varla er hægt að útiloka að þær end- urminningar hafi allt fram á þennan dag haft áhrif á hugarfár Rússa við- víkjandi borg þessari, sem í aldaraðir var í tölu mikilvægari verslunar- borga Eystrasaltssvæðisins og út- vörður Norður-Evrópu gagnvart Rússlandi. Horfín barokborg Þegar Rauði herinn sovéski sótti að Eistlandi að austan 1944, jafnaði hann Narva því sem næst við jörðu með loftárásum og stórskotahríð. Þar með hvarf borg, sem að sumra mati var ein af fallegustu borokborg- um Evrópu. Að sögn ferðamanna að vestan er nú bókstaflega sagt ekkert þar í staðnum sem minnir á Narva eins og hún var fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Eistneskir íbúar borgarinnar flýðu hana flestir undan sprengjukasti sov- éska hersins og honum sjálfum. Eftir stríðið vildu þeir flytja þangað aftur, en sovésku stjómvöldin bönnuðu það. í stað eistneskra borgarbúa voru látnir setjast að í Narva rússneskir „verkamenn, hollir föðurlandinu," eins og það var orðað. Og ekki nóg með það. Á sjötta áratugnum sótti stjóm deildar kommúnistaflokksins í Narva (sem mun að mestu hafa verið rússnesk) um leyfi til að endurreisa gamlar og sögufrægar byggingar borgarinnar. En miðnefnd Eistlands- deildar kommúnistaflokksins (þar sem Rússar höfðu einnig tögl og hagldir) sagði við því þvert nei. Sú viðleitni sovéskra stjórnvalda að gera Eystrasaltslönd rússnesk að máli og menningu var óvíða svo ein- dregin sem í Narva. í blaðaskrifum er stundum út frá því gengið að þorri manna af rússnesku þjóðemisminnihlutunum í Eystra- saltslöndum sé óánægður með sjálf- stæðið og horfi með söknuði um öxl til sovéska tímans. Að líkindum felst í skrifum á þá leið nokkur einföldun. Sumt sem fréttist frá löndum þess- um bendir til þess að margir Rússar þar séu hikandi og kvíðnir gagnvart breyttum tímum, en það þarf ekki að þýða að þeir séu einhliða mótsnúnir stjómvöldum landanna og vilji ein- dregið fá rússnesk yfirráð aftur. í vöxt virðist fara að Rússamir reyni að að- lagast, með því t.d. að læra eistnesku og lettnesku (sem þeir þurftu ekki að kunna á sovéska tímanum, því að þá var rússneska fyrsta ríkismál) eða láta a.m.k. börnin sín gera það. Vera kann að þeir Rússar, sem helst and- æfa nýja tímanum og kvarta yfir „misrétti" séu þeir, sem mest höfðu af völdum og virðingu á sovéska tím- anum og em nú hræddir um að þeir færist eitthvað neðar í samfélagsstig- ann. Sömu valdhafar áfram Margt bendir a.m.k. til að þess konar hagsmunir og kvíði séu á bak við sjálfstjórnarbaráttu Rússa í Narva. Áð sögn fréttamanna og sumra rúss- neskra borgarbúa hefur furðufátt breyst þar frá sovéska tímanum. í þeirri tíð var borginni stjórnað frá flokkshúsi kommúnistaflokksins þar. Forusta borgarinnar er enn í því sama húsi, þótt nú kallist hún ekki kommúnísk og að Flokkurinn sé að formi til úr sögunni sem slíkur. Og helstu ráðamenn borgarinnar em enn þeir sömu og stjómuðu þar á sovéska tímanum. Oddviti þeirra er Vladímír Tsúíkín, forseti borgarstjómar. Ríkisflokkur- inn kom honum í þá stöðu ári áður en Eistland varð sjálfstætt á ný. Þá I Narva gnæfir Lenín enn — yfir áhyggjufullum og ráðvilltum borgar- búum. var hann að sjálfsögðu í Flokknum, en segist nú vera óháður. „En ég er kommúnisti enn,“ segir hann við vestræna fréttamenn. „En ekki af gamla taginu. Þeir misskildu góðu hugmyndimar." Annar helsti ráðamaður í Narva er borgarstjórinn, Júríj Mísín, sem á „gamla tímanum" var formaður deildar sovéska komm- únistaflokksins í Narva. 1991, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Eistlandi um sjálfstæðið, beittu þeir sér af kappi gegn því. Mikill meiri- hluti greiddra atkvæða í Narva var á móti sjálfstæðinu. Á sovéska tíman- um var stytta af Lenín sjálfsagður hlutur í hverri borg Sovétríkjanna. í Eistlandi hefur þeim öllum verið mtt af stalli, nema í Narva. Þar stendur Lenín enn eins og ekkert hafi í skor- Eistar krefjast sjálfstæöis (á síðustu árum Sovétríkjanna) — í Narva sést fátt sem minnir á Eistland.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.