Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 7. ágúst 1993 Hér er ekki um aö litast eins og í einhverju vinnutæki, heldur I lúxusbíl. gera kleift að stilla stuðning við mjó- hrygg miðaldra kyrrsetumanns. Hér eru teppi á gólfum, sem ná allt aftur í stýrishúsið þar sem þröngt sæti er. Reynsluökumaður sér strax að þetta sæti gæti rúmað með ágætum dótt- ur hans unga og Schaeferhund stór- vaxinn svo sem eins og eina þing- mannaleið eða tvær. Vélin suðar rólega og eins og hún bíði eftir að fá skipun um að gera eitthvað. Svo ökumaður tekur í stöng á stýrislegg og færir niður þar til ör vísar á stafinn D, rétt neðan við hraðamælinn. Smá kippur fer um Dodge Dakota pallbílinn og hann mjakast af stað og þegar ökumaður- inn drepur hægri fæti á bensínfetil, er eins og orka leysist úr læðingi og „bíllinn kippist við“, eins og segir í ljóði Ómars Ragnarssonar um kapp- aksturinn við Fíatinn. Við ökum út á Nýbýlaveginn og bíll- inn, sem lítur út eins og hálfgildings vörubíll með þennan pall fyrir aftan, hagar sér ekki sem slíkur, heldur eins og lúxusbíll, allur teppalagður og mjög hljóðlátur. Dodge Dakota rétt suðar eins og malandi köttur og gefur til kynna að hann geti ýmis- legt, en nenni ekki — rétt núna. Smá suð heyrist í hjólunum við veginn og í vélinni, sem gefur til kynna ónotað afl. Fyrir sjónum öku- manns er mælaborð og þar eru mæl- ar fyrir snúningshraða vélar, olíu- þrýsting, kælivatnshita, eldsneyti og rafspennu á geymi, auk aðvörunar- ljósa. Þá eru hliðarrúðuvindur raf- knúnar og samlæsing á hurðunum tveimur. Opnanleg afturrúða er fyrir aftan og þegar sólin skín og heitt er í veðri er ekki vitlaust að opna hana lítillega og láta miðstöðvarviftuna blása aðeins til að endumýja loftið inni. Við ökum út Suðurlandsveginn og ökumaður þyngir hægri fótinn á bensíngjöftnni og 230 hestafla Magnumvélin svarar að bragði og eykur hraða þessa „vörubfls" um 40 km á klst. á augabragði, eða úr 60 í 100. Það hangir í því að afturhjólin spóli og bfllinn æðir áfram og fram úr einhverju 16 ventla GTi hrís- grjónatrogi smáu. Sjálfskiptingin er fjögurra hraða, en fjórða hraðastigið bætist við með því að ýta á rofa merktan OD on/off vinstra megin við stýrislegginn í grennd við takkana þar sem maður stillir speglana og kveikir á ljósun- um. Ef ekki liggur þeim mun meira á, þá skiptir bfllinn sér í efsta gírinn, sé ljós á OD-rofanum sem sýnir „on“, eða á, við þetta 120 km, en lætur það eiga sig ef Ijósið er ekki á. Ef maður vill svo hafa það verulega þægilegt á Iangkeyrslu, er skriðstillir í bflnum sem mjög auðvelt er að stilla. Liggi manni mjög á og ef enginn er nálægur, þá er auðvitað hægt að þrusa í botn. Þá gerist heilmikið og viðbragðið er gríðaröflugt, enda er þessi lúxusvagn, dulbúinn sem smá- vörubfll, í flokki öflugustu bfla. Sé gefið í botn á malarvegi er aflið slíkt að afturhjólin spóla viðstöðulaust löngu eftir að löglegum hámarks- hraða er náð. í slíku aksturslagi er auðvitað engin glóra, en ef einhverj- um skyldi liggja þvflík ósköp á á mal- arvegi, þá væri meira vit að hafa bfl- inn í framdrifi líka. Þá er hann víst einar 7-9 sekúndur að ná hundrað- inu og þetta 6-8 á malbiki. Volkswagen Caravelle Syncro: Bíll fyrir skólabíl- stióra og landpósta \iolkswagen Caravelle erfjórða kynslóð „rúg- V brauðsins" velþekkta og sú útgáfa, sem Tím- inn reynsluók, er sérstaklega innréttuð til fólks- flutninga og er af lengri gerð. Caravellan er fram leidd í tveimur lengdum. Sú styttri er 4,655 m löng, en hin lengri 5,055. Lengd milli hjóla er í fyrra tilfellinu 2,92 m, en í því síðara 3,32 m. Beygjuradíus þess styttri er 11,7, en þess lengri 12,9. Það var semsagt lengri gerðin sem við reynsluókum. Bíllinn er innréttaður fyrir 9 farþega í ansi þægilegum sætum. Hann er með fimm strokka dísilvél, sem er sér- lega þýðgeng og hljóðlát og í akstri verður þess varla vart að það sé yfirhöfuð dísilvél undir vélar- hlífinni, því að auk þess sem vélin er þýðgeng og hljóðlát er vand- virknisleg hljóðeinangrun allt í kringum hana. Vélin er 2,4 lítra, gefur 78 hestöfl við 3.700 snúninga og það verður SUPER SWAMPER VINSÆLUSTU TORF/ERUDEKK I AMERIKU Sl/fRÐ GERÐ STGR.VERÐ 215/85R15 RADIAL/TSL 8.550,- 32X10.50R15 RADIAL/TSL 13.775,- 38X15,50R15 RADIAL/TSL 26.220,- 265/80R16 RADIAL/TSL 13.281,- 36X14,50R16,5 RADIAL/TSL 22.976,- 38X15.50R16.5 RADIAL/TSL 25.665.- 36/12,50-15 TSL/SX 17.290,- 38/14,50-15 TSL/SX 20.140,- 36/12,50-16,5 TSL/SX 17.723.- 44/19,5-15 TSL/B0GGER 38.048,- 44/19,5-16,5 TSL/BOGGER 39.112,- 33X12,50-15 TSL/TH0RNBIRD 15,604,- GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI 814008 OG 814009 SKIPHOLTI 35 SÍMI 31055 að segjast eins og er að þetta stór- um bfl veitti ekkert af þetta 20 hestöflum til viðbótar, einkanlega þegar bfllinn er fullur af farþegum og farangri. Bfllinn er með drifi á öllum hjól- um og er mismunadrif nú á milli fram- og afturdrifs, þannig að ekki er lengur nein merkjanleg spenna milli fram- og afturdrifs, t.d. í kröppum beygjum. Þegar mikið liggur hins vegar við, er hægt að læsa þessu mismunadrifi og þá gerist bfllinn bara merkilega dug- legur í þungu færi. Hið læsta fjór- hjóladrif er sett á með því að toga í takka í mælaborðinu, þrýstiloft sér um að læsa drifinu og aðvörunar- ljós kviknar. Það skal þó tekið fram að hér er ekki um að ræða neina torfærubif- reið og enginn skyldi þannig ætla bflnum um of. Hann hefur engan millikassa eða niðurfærslugír og fer því hraðar í torfærumar en hreinræktaðir torfærubflar gera. En við skulum ekki draga úr mik- ilvægi fjórhjóladrifsins, til dæmis þegar færð er þung vegna snjóa. Vegna þess er það alveg klárt að Syncro- rúgbrauð fer miklu lengra en rúgbrauð með framhjóladrifinu einu saman og auk þess er Syncro- bfllinn mun stöðugri og ömggari í hálku og á lausamöl. Þess vegna hlýtur þessi bfll að henta mjög vel fyrir t.d. fólk, sem þarf að vera á ferðinni í hvaða veðri og færð sem er, svo sem skólabflstjóra eða land- pósta. Þeir ættu að komast leiðar sinnar, nema í alverstu stórhríð- um. Fyrir þá, sem þurfa að aka mikið, er þetta fyrirtaks vinnustaður. AIl- ur aðbúnaður og vinnuumhverfi ökumanns er með því besta sem gerist. Bfllinn er hljóðlátur, sem fyrr segir, hann er mjög góður og nákvæmur í stýri, hemlar em hreint fyrirtak og þyngdardreif- ingin virðist sérlega vel heppnuð, því hann klessuliggur þótt undir sé holóttur vegur og lausamöl og kemur þessu til viðbótar fyrirtaks- góð fjöðmn. Bflstjórasætið er mjög þægilegt og fellur vel að búknum, stýrið hallar þægilega, allir mælar em fyrir sjónum og öll stjórntæki við höndina. Manni líður vel undir stýri, situr hátt og sér vel yfir veg- inn til allra átta og rými fyrir handleggi og fætur er fyrirtak. Gírkassi er fimm gfra og skipting- in er góð og greið. Vélin er að mati skrifara heldur lítil fyrir þetta mik- inn bfl, hún togar ekki sterklega á lágum snúningi og því þarf að keyra hana talsvert út í gímnum. Svona til fróðleiks þá er hámarks- snúningsvægið 164 Nm á 1800- 2200 snúningum. Innréttingin er mjög þægileg og smekkleg og sætin góð. Miðstöðin er öflug og fyllilega nægjanleg fyr- ir þennan stóra bfl. Samlæsing er á öllum dymm, útvarpið er öflugt og fiöldi hátalara um allan bíl til Farþegarýmiö er smekklega innréttaö og sætin eru afbragö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.