Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. ágúst 1993
Tíminn 13
stýrið er heldur nærri líkaman-
um en undirritaður telur æski-
legt, ef svo óheppilega vildi til að
mikið yrði skyndilega að gera á
stýrinu.
Eiginlega er þessi bekkur það
sem helst má finna að hvað varð-
ar vinnusvæði ökumanns, en
þess ber að geta að fáanlegir eru
mjög góðir stólar í bílinn gegn
hóflegri aukagreiðslu.
Þá má einnig finna að því að
rafknúin stilling fyrir útispegl-
ana er nokkuð langt í burtu og
þarf að teygja vinstri handlegg
nokkuð fram til að ná til stilling-
arinnar og raunar ljósarofans,
sem þar er við hliðina. Þá er það
og galli að hvorki skuli vera
snúningshraðamælir né olíu-
þrpstimælir.
Á hinn bóginn er ýmislegt gott
við innréttingu og stjórntæki í
bflnum. Það er t.d. auðvelt að
stilla miðstöðina, sem er bæði
öflug og hljóðlát, og útvarpið er
alveg prýðilegt. Útsýni er fínt til
allra átta og útispeglarnir alveg
fullnægjandi. Þá eru litlar opn-
anlegar vindrúður framan við
hliðarrúðurnar, eins og tíðkaðist
í bflum fram undir árið 1970 og
margir sakna í nýrri bflum. Þær
komu sér ekki illa í sólskininu
og hitamollunni.
Vélin er sem fyrr segir mjög
sérstök og skemmtileg og nógu
öflug til að knýja 7-8 tonna
vörubfl. Hún er með beinni inn-
spýtingu, sem gerir hana nokk-
uð háværa, en nýting brennslu-
olíunnar verður hins vegar þeim
mun betri og þar með aflið og
togið mikið meira, sérstaklega á
lágum snúningi. Auk þess hæfa
forþjöppur vélum með beinni
innspýtingu (ekkert forbruna-
hólQ mjög vel og hér er það
vissulega raunin. Hér skortir
aldrei afl og það ætti að vera
heppilegt fyrir þá, sem kannski
vildu breyta þessum bflum,
hækka þá og setja þá á stærri
dekk.
Slíkar breytingar yrðu auðveld-
ar hér. Dodge Ram er byggður á
sterkri grind og hefur níðsterkar
Dana-hásingar að aftan og fram-
an og svo þessa öflugu vél. Hann
er óbreyttur talsvert háfættur,
en þessutan myndi það strax
breyta miklu að setja undir hann
stærri dekk en þau sem undir
honum eru, en þau eru óttalegar
mjónur. Með stærri og belgmeiri
dekkjum yrði þetta hið mesta
torfærutröll, sem færi létt með
að skríða upp fjallahlíðar og
renna um jökla.
Dekkin eru hálfgeröar mjónur og eiginlega allt of lítil fyrir þennan mikla bll, sem raunar þarf ekki annarra breytinga
viö en ný og stærri hjól til aö veröa hið mesta torfærutrðH. Hásingarnar eru af gerðinni Dana 4.10 og afturdrifiö er
læsanlegt. Hér er ekkert til sparaö I efni og styrk.
Rauðhálsabifreið
Innréttingin er miðuð við að
þetta sé vinnubfll. Þannig eru
gúmmímottur á gólfum, sem
auðvelt er að halda hreinum, og
sætisáklæðið er úr sterkri ullar-
og akrýlblöndu. Manni finnst
eiginlega að maður ætti að vera
þverhaus, eða rauðháls á amer-
íska vísu, með derhúfu og í
rauðköflóttri skyrtu, í þessum
bfl og í farteskinu skuli vera
haglabyssa og sexkippa af Bud-
weiser.
Dodge Dakota Club Cab Sport 4x4:
JEPPA-EIGENDUR
GERIÐ VERÐ- OG GÆÐASAMANBURÐ A AUKAHLUTUM
BFCoodrich
n.ikh, ■■■ ■
GÆOI Á GÓÐU VEROI
A/T 35“ - 15
Verð kr. 14.962 stgr.
Ljóskastarar 130 w
Verfl kr. 3.605,- stgr.
Ljósabogar
Verö frá kr. 7.592,- stgr.
w
Rafmagnsspil
Mx 8000
Verð kr. 53.305 stgr.
Vagnhöfða 23 • Sími 685825 • Fax 674340
AÐEINS ÞAÐ BESTA ER NOGU GOTT
Arrv&rlcon
C^uÁpnve^vl
Piasthúöaóar jeppa■
og fólksbilafelgur
7" Verð frá kr. 3.300
10” Verfl frá kr. 4.489,-stgr.
12” Verð frá kr. 9.405
GANGBRETTI Verð frá kr. 11.900 stgr.
DAMCHO MÞAMCHO
ItjnpnHW ItinKniHW
Demparar
Verfl kr. 3.980,- stgr.
Framfjöóur
Verflfrákr. 6.491,-stgr.
VERKSTÆD! A STAÐNUM
GERUM FÖST VERÐTILBOÐ
Pallhús
Verö frá kr. 85.310,- stgr.
Radial MUDDER
38“ - 15
Verö kr. 26.273,- stgr.
Drifhlutfall 5:71
Verö kr. 19.950,- stgr.
Loftlæsingar
Verö kr. 59.800,- stgr.
GREIÐSLUKJÖR
ALLTAÐ 18 MÁNUÐIR
Lúxusbifreiö í gervi
Dodge Dakota Club Cab Sport 4x4 er lúxusbill dulbúinn sem lítill vörublll. Hann er meö 230 hestafla vél, fjöguna hraöa
sjálfskiptingu, skriöstilli, samlæsingu og rafknúnar rúöuvindur og spegla og fullkomnar hljómgræjur og kostar meö vsk.
2.521.000,-krónur.
vörubíls
Prófaöu nú þennan þarna, ef þú vilt fá smá
kúltúr eftir hrámetið," sagði Davíð Davíðs-
són, stjómandi söiumála bandarískra bíla hjá
Jöfri, þegar hann rétti mér lykla að gráum pallbíl
eftir að ég hafði prófað trukkinn Dodge Ram.
„Þessi heitir Dodge Dakota og er í raun lúxus-
jeppi og verulega ólíkur hinum sem þú varst að
skila,“ sagði Davíð.
Á sfðunni hér á móti er sagt frá
reynslunni af þeim fyrri, hinum
hressa hrúti — Ram — og nú kemur
lausleg huglæg lýsing á þeim síðari.
Fýrstu hughrif eru þau að Dodge
Dakota Club Cab Sport 4x4 er allt
annar handleggur en hinn tröllslegi
Ram. Samanburður er allt að því út
úr kú, enda verður hann ekki reynd-
ur að gagni.
Lykli er stungið í hurðarskrána
stýrismegin og læsingin fer af hurð-
inni og líka hurðinni hinum megin.
Maður sest undir stýri og hugsar:
Hvað er hér að gerast? Er maður
kominn út úr farfuglaheimili og inn
á Hótel Holt? Svo gæti virst, enda er
hér komið inn í allt annað umhverfi.
Hér er ekki komið inn í bíl fyrir ein-
hverja kúreka með skyggnishúfur, í
köflóttum skyrtum, með haglabyssu
afturí og sexkippu með Budweiser.
Nei, hér er lúxusvagn dulbúinn sem
smávörubfll og ekki pláss fyrir neina
rusta, sem ekki kunna að bjóða góð-
an daginn. Hér er umhverfi fyrir
menn sem klæðast gráum jakkaföt-
um og eru „diskret" í fínheitunum,
eins og Danir segja, og konur í
drögtum, sem sitja á Alþingi á dag-
inn og setja þjóð sinni lög þegar þær
mega vera að.
Þessi lúxustilfinning staðhæfist
betur þegar sett er í gang: Risavaxin
átta strokka Magnum- vélin, 5,2 lítra
og 230 hestafla, hrekkur í gang áður
en maður nær að sleppa ræsilyklin-
um og malar eins og köttur sem veit
styrk sinn og þarf ekki einu sinni að
ræskja sig til að sýna og staðfesta afl
sitt
Best að líta á stjómkerfið og stilla
sætið og speglana: Jú, hér er að am-
erískum vanda ljósarofi vinstra meg-
in á mælaborðinu og þótt að dag-
ljósabúnaður sé vissulega lögboð-
inn, er rétt að toga í rofann svona til
öryggis og stilla útispeglana með
raftökkunum sem þama em við
hliðina. Eftir að hafa stillt sætið
þannig að skrokkur ökumanns, ítur-
vaxinn um miðjuna, passar bærilega
takk undir stýrinu, lappimar ná nið-
ur á fótstigin fyrir hemla, bensíngjöf
og stöðuhemil og lúkumar nái að
grípa um stýrishjólið.
ökumaður finnur undir eins að hér
situr hann í ágætum stól og vinstri
hönd þreifar eftir handföngum, sem