Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 7. ágúst 1993 Terrano er lúxus- jeppi í nokkurs konar millistærðar- flokki, minni að utan- máli en Toyota Land Cruiser og stóri bróð- ir Nissan Patrol, stíl- aður inn á sama markað og Toyota 4Runner, Ford Expl- orer og Jeep Che- rokee. Sú útgáfa sem hér er fjallað um er hlaðin alskyns auka- búnaði, en þar má nefna sóllúgu, Cruise Control, rafstillta dempara, sætisupp- hitun að framan o.fl. Þegar fjallað er um bíla í þessum verðflokki liggur fyrir að þeir eru yfír línuna góðir; allur frágangur er vandaður, hestöflin mörg og þægindi í fyrirrúmi. Þættir eins og ending og endursöluverð eru þess vegna ef til vill mikilvægari en í mörgum öðrum tilfellum, en að ætla að fara að fjalla um eitt- hvað slíkt eftir stuttan reynslu- akstur í Reykjavík og nágrenni myndi flokkast undir spámennsku og getur ekki talist ábyrgt. Nissan Terrano V6. Reynsluakstur á Nissan Terrano 3000 V6: Stór lúxusjeppi sem stendur unair nafni Vinnuumhverfi ökumanns. Fer vel um aftur- sætisfarþega Þegar sest er undir stýri á Nissan Terrano finnst strax að þetta er bfll í flokki lúxusjeppa. Sé hann borinn saman við keppinautinn 4Runner er ljóst að hvað varðar rými og umgang hefur Terrano vinninginn. Þetta á sér í lagi við um farþegarýmið að aftan, aftur- hurðirnar eru stærri, það er auð- veldara fyrir farþega að stíga inn og út og jafnframt finnst undirrit- uðum vera meira rými fyrir aftur- sætisfarþega. Þá eru armpúðar á aftursætunum út til hliðanna til fyrirmyndar, en þeir mættu reynd- ar að skaðlausu vera á framsætun- um innanverðum líka, líkt og í Toyotunni. Þó að bfllinn sé skráð- ur fyrir fimm manns er greinilega fremur ætlast til að vel fari um tvo fullorðna afturí heldur en þokka- lega um þrjá. Framsætin eru þokkaleg, mættu þó styðja betur við til hliðanna fyrir minn smekk. Þau er hægt að stilla við mjó- hrygginn og jafnframt er það kost- ur að hafa þau upphituð fyrir okk- ur sem að búum við langa vetur og stutt sumur. Öll stjórntæki og mælar eru vel staðsett í Terrano. Mælaborðið skartar stórum snúningshraða- mæli og hraðamæli og minni mælum fyrir eldsneyti og vatns- hita. Önnur öryggisatriði eru gef- in til kynna með viðvörunarljós- um, en fyrir þá sem aka mikið á fjölíum og mishæðóttu landslagi er kjörið að bæta við mæli fyrir smurþrýstinginn. Virkilega skemmtileg skipting Handskiptur fimm gíra kassinn sem að var í prófbflnum fær tíu punkta af tíu mögulegum. Bíllinn bókstaflega rennur í gírana og skiptingin er mun betri og þægi- legri en í mörgum fólksbflnum. Skipting fyrir hátt og lágt drif og fjórhjóladrif er sömu leiðis mjög þægileg, en millikassinn er með hefðbundu háu drifi á afturhjól- um, háu drifi og fjórhjóladrifi, hlutlausum og fjórhjóladrifi og lágu drifi. Driflæsingin er 75% sjálfvirk. Vélin er ný V6 3000cc og skilar 153 hestöflum við 4800 sn./mín., en togar 180 ft.lbs við 4000 sn./mín. Þetta er virkilega skemmtileg vél, sem malar eins og hljóðlátur heimilisköttur í hæga- gangi, en þegar þarf að gefa í breytist malið í urr og kemur í ljós að það er nóg af hestum undir húddinu. Þessi sexa er virkilega skemmtileg og skilar vel sínum 153 hestöflum út í hjól. Hún togar vel á lágum snúningi og sem dæmi um það má nefna að þriðji gírinn nýtist allt frá 10 km. hraða og upp í 80 km. hraða í innan- bæjarakstrinum. Eins var Terr- anoinn í reynsluakstrinum látinn malla í hægagangi á lægsta gír upp talsverðan halla og virtist finna lítið fyrir því. Prik fyrir eyðslu Þó að eyðsla væri ekki nákvæm- lega mæld lítur út fyrir að sá þátt- ur komi býsna vel út hvað varðar þessa útgáfu. Undirritaður hefur talsverða reynslu í að aka 4Runner með sex strokka bensínvélinni, en þegar búið er að setja þann bfl á stærri dekk er bensíneyðsla nán- ast vandamál nema að drifhlutföll séu lækkuð á móti. Þetta virðist hins vegar ekki vera vandamál með Nissan Terrano, en drifhlut- föllin í honum eru hagstæðari fyr- ir stóru dekkin. Á 100 km. hraða snerist vélin u.þ.b. 2600 snúninga á mínútu í fimmta gír á þeim dekkjum sem voru undir próflbíln- um og sjást á myndum hér með greininni. Skemmtilegri en „Foringinn“? í heildina tekið fannst mér skemmtilegra að aka Terrano en 4Runner, en þetta eru um margt svipaðir bflar. Frágangur á mæla- borði finnst mér smekklegri í Toy- otunni og eins styðja framsætin betur við. Toytan hefur sömuleiðis þrengri beygjradíus, en á móti kemur að mér fannst Terranoinn svara betur stýri (það byggist reyndar mikið á því hvaða dekk eru undir bflnum) og þó að skipt- ingin sé góð í 4Runner er hún enn sai ^parlr SP,M>R ®SSr ESSSSZ M'M TIMKEN' JEPPAEIGENDUR Varahlutasala okkar býöur fjölbreytt úrval af: Varahlutum í hásingar: Drifhlutföll, driflæsingar, öxla, legusett í drif, hjóllegur, legustúta, leguhús, pakkdósir, bremsuskálar, bremsudiska, hlífar á bremsudiska, jóka í hásingar, liöhús, spindilkúlur o.fl.,o.fl. ^ ^ Drifsköft og hjöruliöir ásamt öllum fylgihlutumfkÐ^^o JEPPABREYTINGAR VARAHLUTASALA RENNIVERKSTÆÐI ijallabilá: Stál og jtansar hf. _ Vagnhöfða 7-112 Reykjavík ■ s'ími 91 - 671412 Fax 91 - 676844 Texti: Árni Gunnarsson Myndin Stefán Ásgrímsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.