Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 16
16Tíminn
Laugardagur 7. ágúst 1993
breyta bílum
í torfærutröll!
Tímamyndir
Ami Bjama
Jón Hólm við einn Ford Econoline,
sem verió eraó breyta hjá Fjallabíl-
um. Aó hans sögn færist þaö I vöxt
aö rlkisstofnanir og björgunarsveitir
láti breyta nýjum bílum, þannig aö
þeir fái betri aksturseiginleika og séu
um leiö færir f flestan sjó þegar mal-
bikinu sleppir.
getu til þess að gera það vel. Vilji
menn hins vegar spara sér þessa fyr-
irhöfn, má benda á þau nýsmíða-
verkstæði sem hafa leyfi til þess að
smíða hluti sem teljast til öryggisút-
búnaðar bfls. Upplýsingar um hvar
hægt er að fá þessa þjónustu er hægt
að fá hjá Iðntæknistofnun.
Mörg dæmi þess að
þurfí að smíða allt
upp aftur
„Það er til fjöldi manna, sem kunna
ágætlega að breyta," segir Jón
Hólm. „Þessi smíði getur þó að
hluta til verið mjög vandasöm og oft
koma þessir menn til okkar og láta
okkur smíða stýrisstangir og annan
öryggisbúnað. Það getur verið var-
hugavert fyrir menn, sem ekki
kunna til verka, að gera þetta."
En eru þess mörg dæmi að það
þurfi að endursmíða bfla, sem eru
hækkaðir og breytt hjá fúskurum?
Jú, jú, svoleiðis tilfelli höfum við
margoft fengið inn til okkar. Menn
hafa verið að kaupa bfla, sem eru illa
smíðaðir og komið í ljós síðar að
þetta þarf allt að gera upp á nýtt."
Það er dýrt að hækka bfl upp og
setja á breiðari dekk, breyta stýris-
gangi og fleiru. Þess vegna er ekki
mælt með því að menn séu að breyta
of gömlum bflum; þær breytingar
geta kostað meira en bflverðið og
síðan ekki skilað sér sem neinu
nemur í endursöluverði. Þá er einn-
ig mælt með því að til breytinga séu
fengnir menn sem kunna til verka,
varahlutir sem eru í lagi og eftii sem
duga.
Sem dæmi um verð á þeim bflum,
sem Fjallabflar breyta aðallega, en
það eru Globusbflamir, nefnir Jón
Hólm að það er hægt að hækka Ford
Explorer lítillega upp og breyta
demparabúnaði fyrir 35 þúsund
krónur. Vilji menn hins vegar
hækka hann verulega upp, setja
undir hann breið dekk og stórar
felgur, auka millikassa, spil og fleira
í þeim dúmum, er hægt að eyða allt
að 1 milljón króna í þessar breyting-
ar. Dýmstu breytingamar á Econo-
line nema tæplega tveimur milljón-
um króna, enda er þá verið að tala
um að smíða nær óstöðvandi fjalla-
tmkk úr venjulegum sendiferðabfl.
Venjulegur sendiferöabíll og til sam-
anburöar annar sem búiö er aö
breyta. Þessi breyting kostaöi meö
efni, vinnu og aukahlutum um 1200
þúsund krónur.
Litið inn hjá sérhæfðu jeppabreytingaverkstæði:
Fjallabílar—Stál og stansar hf. ereitt af fáum verk-
stæðum sem hafa sérhæft sig í breytingum á
jeppum og sendiferðabílum. Mesta reynslu hafa þeir
hjá Fjallabílum af breytingum á Ford Econoline sendi-
ferðabílum, en Globus flytur þessa bíla inn eingöngu
afturhjóladrifna. Þeir hjá Fjallabílum hafa um þessar
mundir umsmíðað um hundrað bíla af þessari tegund
og breytt sakleysislegum sendiferðabílum í öfluga
Ijallatrukka.
Búið að breyta fíest-
um tegundum
„Það er búið að breyta óhemju
mörgum jeppum og sendiferðabfl-
um hér á landi; flestöllum gerðum,"
segir Jón Hólm, rennismiður og
stofnandi Fjallabfla. FVrirtæki hans
er tiltölulega ungt, stofnað 1987,
enda má segja að það hafi vart verið
markaður fyrir sérhæfð breytinga-
verkstæði fyrr en á s.l. áratug. Áður
höfðu menn verið að hækka upp
jeppa, setja á þá spil og breyta þeim í
öflugri torfærubfla, en í mun minna
mæli heldur en þekkist í dag.
„Það má segja að breytingar á jepp-
unum hafi komist á skrið með fýrstu
torfærukeppnunum í kringum
1970, en í kjölfar þeirra fylgdu stóru
dekkin," segir Jón. ,Menn byrjuðu á
mykjudreifaradekkjum; urðu sér úti
um breið dekk undan mykjudreifur-
um og það voru fyrstu stóru dekkin
sem látin voru undir breytta jeppa."
Ekki verið að skemma
aksturseiginleika
Þeir, sem lagst hafa gegn því að ver-
ið sé að hækka upp bfla og breyta
þeim, rökstyðja gjaman mál sitt
með því að verið sé að skemma akst-
urseiginleika þeirra. Þessu hafnar
Jón Hólm og bendir á að í mörgum
tilfellum breytist aksturseiginleikar
til hins betra með betri fjaðrabúnaði
og breyttu demparakerfi. „Við
hækkum reyndar bflana upp,“ segir
hann, „en um leið eru þeir komnir á
breiðari felgur og dekk og eru eftir
sem áður jafn stöðugir. Það er lítið
mál að taka sumar jeppategundir og
breyta þeim þannig að þær verði
mun betri í akstri."
— Getur þú nefnt dæmi um teg-
undir sem má laga á þennan hátt?
„Þær eru margar, en það er alltaf
viðkvæmt mál að nefna einstakar
tegundir. Við höfum t.d. bætt akst-
urseiginleika Ford Explorer með því
að setja undir hann öflugri dempara.
Hann er ekkert einsdæmi, þetta
gildir um flestalla jeppa sem þarf að
aka á möl og utan vega. Oft koma
þessir bflar á dempurum sem eru
eingöngu gerðir fyrir akstur á mal-
biki.“
Þeir, sem hækka upp jeppa sína og
umsmíða þá sjálfir, þurfa að láta
taka út breytingar — á stýrisgangi
og öðru sem fellur undir öryggisat-
riði — hjá Iðntæknistofnun. Það
sama gildir reyndar um dráttarbeisli
og annað sem tengist kerrum og aft-
anívögnum. Þá er rafsuða röntgen-
mynduð og séð til þess að öllum
kröfum um öryggi sé framfylgt.
Margir þeirra, sem eru að gera upp
bfla í tómstundum og breyta þeim í
torfærutröll, hafa bæði kunnáttu og