Tíminn - 07.08.1993, Qupperneq 12

Tíminn - 07.08.1993, Qupperneq 12
12 Tíminn Laugardagur 7. ágúst 1993 Dodge Ram pallbíli meö 170 hestafla sex strokka Cummins dísilvél er mikill trukk- ur og það liggur við að manni finnist rétt að krefjast meiraprófs af þeim sem hyggjast aka honum. Tímamaður tók sig til í blíðviðrinu á mið- vikudaginn var og rölti inn í Kópavoginn til Davíðs Davíðssonar hjá Jöfri til að kíkja á og taka í einn til tvo fjórhjóladrifna Banda- ríkjabíla. Skemmtilegur groddi Mér féll strax vel við þennan trukk, því að trukkur er rétt- nefni. Hér er kominn baeði lang- ur og breiður bfll og aksturseig- inleikar og hreyfingar ekkert óá- þekkar og hjá vörubflum, nema hvað snerpan og viðbragðið er miklu meira en í t.d. Interna- tional Cargo Star eða einhverju öðru svipuðu bandarísku flutn- ingatæki. „Prófaðu þennan fyrst,“ sagði Davíð og rétti mér lyklana að stórum rauðum pallbfl. „Þú ætt- ir ekki að verða fyrir vonbrigð- um, ef þér hugnast stórir og sterkir bflar." Ég stakk lyklinum í ræsilásinn og sneri, en ekkert gerðist annað en að slatti af alla- vega litum ljósum kviknaði hingað og þangað í mælaborð- inu. Eftir nokkrar sekúndur slokknuðu ljósin, soggreinarhit- arinn hafði unnið sitt verk og ræsirinn byrjaði að snúa dísil- vélinni og skyndilega hrukku hestarnir 170 í vélasalnum í gang og bruddu mélin, ólmir í að renna af stað. Skraggukraftur Þá er að stíga á tengslisfetilinn, sem er stór og mikill hlemmur, og skella síðan tækinu í fyrsta gír. Jú, þarna var hann og trukk- urinn rann af stað rólega. Þá var að finna annan gír og aðeins bætti hann við sig. Þegar út á Nýbýlaveginn var komið, var rétt að reyna að fylgja umferðinni svona nokkurnveginn og þegar f þriðja gír var komið vann vélin sig létt upp frá hægagangi. En síðan er allt í einu eins og það sé eldflaug á pallinum, því að bfll- inn bókstaflega rífur sig áfram og tími kominn til að skella hon- um í fjórða og síðan í fimmta gír. Það sama gerist í öllum gírum: Vinnslan er mjög góð meðan vél- in snýst rólega, en þegar hún er komin upp í um 800 snúninga af 2500 er eins og eldflaugin á pall- inum vakni til lífsins, eða þá að hestarnir 170 undir vélarhlífinni bókstaflega tryllist, hríni við hátt og vilji stökkva framúr sjálf- um bflnum. Hvað veldur þessu? Jú, þegar kíkt er undir vélarhlífina kemur í ljós þessi líka mikla 5,9 lítra, sex strokka dísilvél með for- þjöppu og millikæli. Það er for- þjappan, sem kemur þarna inn undir álagi, og hinn þungi bfll veður áfram. Hámarkstogafl vél- arinnar liggur á 1700 snúning- um og er ekkert smáræði eða 400 pundfet og nú geta áhuga- menn um reikningslist dundað sér við að umreikna það í New- tonmetra. Texti og myndir: Stefán Asgrímsson Þetta er Cummins dísilvélin, sem skilar 160 hestöflum og óvenju miklu togi. Hún gæti dugaö miklu stærri vörubfl. Dodge Ram dísil er stór og sterkur vagn og ekki skortir afliö. Veröiö er meö Dodge Ram W250 4x4 dísilpallbíll: vsk. kr. 2.983.000,- eins og hann stendur hér. Það er talsvert hátt að stíga upp í Dodge Ram og þegar inn er komið sést að hér er um vinnu- tæki að ræða en ekki lúxusvagn. Það er ágætt pláss undir stýrinu og ekkert mál að koma sér þægi- lega fyrir þar. Stýrið er veltistýri, sem stilla má á ýmsan máta, og þá má renna sætinu fram og aft- ur, eins og fara gerir með fram- sæti. Hér er hins vegar sætið heill bekkur og hann er svo breiður að það er nægt rasspláss fyrir þrjá. Þessi bekkur er hins vegar ekki hið allra besta hægindi fyrir ökumann, því að hér er ekkert hægt að stilla, fyrir utan það að renna má bekknum fram og til baka. Stuðningur við mjóhrygg er ekki góður, það er helst að finna megi stuðning við herða- blöðin. Þá situr maður hálf laus og ef mikið gengur á í torfærum, þá er greinilega betra að halda sér fast í stýrið. Þá mætti vera hægt að renna bekknum lítið eitt aftar en raunin er, þar sem Tröllslegt tryllitæki Hér þyrfti aö vera snúningshraöamælir og gjarnan olíuþrýstimælir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.