Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 7.há|úst 1993 Tíminn 5 Það er alkunna að á hverju hausti, þegar rík- isstjómir rembast við að ná sem minnstum halla á því fjárlagafrumvarpi er fyrir liggur að kynna á Alþingi, þá er spamaðar helst leitað í þeim málaflokkum þar sem útgjöldin em mest. Það þarf hins vegar ekki að vera að þar sé auðveldast að spara. í viðkvæmum málaflokkum eins og heilbrigðis- og trygg- ingamálunum verður því að fara afskaplega varlega í fyrirætlunum um spamað, þó að vitað sé að á mörgum sviðum innan þessara málaflokka megi margt betur fara og eftir vemlegum spamaði sé að slægjast í ríkisút- gjöldunum. Mörg undanfarin ár hafa stjómvöld haft áhyggjur af háum lyfjakostnaði hér á landi. Fyrrverandi ríkisstjórn undir fomstu Fram- sóknarflokksins náði ótrúlegum árangri í lækkun lyfjakostnaðar. Það var gert með hagræðingu, spamaði og skipulagsbreyting- um á ýmsum sviðum, en forðast var að leggja auknar skattaálögur á sjúklingana með því að velta hluta af lyíjakostnaði ríkis- ins yfir á þá. Alþýöuflokkurinn á móti frelsinu Heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins í síðustu ríkisstjóm vildi ná meiri árangri í lækkun lyfjakostnaðar á þeim tíma en náðst hafði. Það vildi hann gera með frelsi í lyfsölu og lyfjadreifingu og aukinni samkeppni. Því lagði hann fyrir Alþingi á þeim tíma fmm- varp til laga um lyfsölu og lyfjadreifingu, sem hafði það að markmiði að lækka lyfja- kostnaðinn, en skattleggja ekki neytendur lyfjanna, þ.e. sjúklinga. En Alþýðuflokkur- inn, sem þá sat í ríkisstjóm með Framsókn- arflokknum, treysti sér ekki til að standa að því fmmvarpi á þeim tíma. Þegar hins vegar Alþýðuflokkurinn komst til valda og fór með þennan viðkvæma málaflokk sem eru heil- brigðismálin, þá var hans fyrsta verk að gera breytingar á Finnur Ingólfsson skrifar hækka skattaálögur á sjúklinga með því að velta stómm hluta af lyfjaútgjöldum ríkisins beint yfir á sjúklingana. í tvö ár var beðið eft- ir fmmvarpi frá ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar, sem gerði ráð fyrir skipulagsbreytingum á lyfsölu og lyfjadreifingu í landinu. FVrrverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, lýsti því yfir hvað eftir annað að frumvarpið kæmi fram á Alþingi og yrði þar samþykkt. Þegar svo ffumvarpið var loksins lagt fram, þá gengu þungar ásakanir á milli ríkisstjórnar- flokkanna um fmmvarpið þar sem þeir brigsl- uðu hvor öðmm um svik við frels- ið og frjálsa sam- keppni. Það þarf engum að koma á óvart þó að þessir flokkar séu þessum dyggðum ekki trúir, það staðfestir reynslan. Fmmvarpið var hins vegar gallað að mörgu leyti. Á því þurfti að gera viðamikl- ar breytingar, ef ekki hefði átt að verða stór- slys í lyfsölu og lyfjadreifingu í landinu. Hluti af stjómarandstöðunni lýsti sig tilbú- inn til samvinnu við ríkisstjómarflokkana um viðamiklar breytingar á ffumvarpinu, sem tryggði frelsi í lyfsölu og lyfjadreifingu og aukna samkeppni, en jafnframt trygga og ömgga lyfjadreifingu um land allt. Niður- staðan varð hins vegar sú að fmmvarpið fékkst ekki samþykkt á Alþingi vegna ágrein- ings milli stjómarflokkanna um málið. Það þarf í sjálfu sér engum að koma á óvart, því ljóst var strax í upphafi að ffumvarpið var ekki lagt fram með stuðningi ríkisstjómar- innar og aldrei stóð til að lögfesta það. Ríkis- stjómarflokkamir treystu sér ekki til gmnd- valiarbreytinga á lyfsölu- og lyfjadreifingar- málum í landinu. Þeim fannst hins vegar miklu þægilegra að velta auknum lyfja- kostnaði yfir á sjúklingana, þá sem síst skyldi. Sjálfstæðisflokkurinn boðar frelsi fyr- ir suma en aðra ekki og samkeppni má að- eins nýta til að hygla þeim útvöldu. Reynslan af Alþýðuflokknum frá fyrri ríkis- stjórn sannar að sá flokkur meinar ekkert með yfirlýsingum sínum um ffelsi og aukna samkeppni í lyfjaversluninni. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvað hinn nýi heil- brigðisráðherra Alþýðuflokksins, sá maður sem mest talaði um að Alþýðuflokk- urinn yrði að vera trúr sinni félagsmála- stefnu, muni nú gera í lyfsölu- og lyfjadreifingar- málunum. Mun hann halda áfram að skattleggja sjúklingana eða mun hann koma fram á Alþingi með til- lögur, sem gera ráð fyrir breyttri skipan lyfjamála í landinu? Frumvarp framsóknar- manna Til að fylgja því stefnumiði Framsóknar- flokksins eftir að stokka upp lyfsölu og lyfja- dreifingu í landinu og ná þannig fram hag- ræðingu og sparnaði í ríkisútgjöldum, þá flutti ég ásamt fleiri þingmönnum Fram- sóknarflokksins frumvarp til lyfjalaga fyrir Alþingi. Helstu nýmæli þess frá núgildandi lögum eru í fyrsta lagi að gerðar eru grund- vallarbreytingar á stjórnun og skipulagi lyfjamála, sem miða að því að gera kerfið sem einfaldast og skilvirkast. í öðru lagi er gert ráð fyrir að einokunarað- staða lyfsala verði afnumin og komið verði á samkeppni í heildsölu og smásölu lyfja. Frumvarpið gerði ráð fyrir að stofnað verði hlutafélag sem hafi með höndum smásölu- dreifingu lyfja. í þriðja lagi er gert ráð fyrir nýju fyrir- komulagi í lyfjainnkaupum. Lyijakaupa- nefnd verði komið á fót og í henni eigi sæti fulltrúar ASÍ, BSRB, Tryggingastofnunar ríkisins og heilbrigðisyfirvalda, allt fulltrúar þeirra sem mestra hagsmuna eiga að gæta að inn sé keypt sem ódýrast. í fjórða lagi er gerð grundvallarbreyting á fyrirkomulagi verðlagningar lyfja með því að breyta innkaupamáta og nýta sér alþjóðleg- an markað í þeim efnum til að ná lyfjaverð- inu niður. Eftir því sem verð og skilmálar gerast hagstæðari hverju sinni, að uppfyllt- um öryggiskröfum, má fullyrða, að ná megi fram verulegri lækkun á innkaupsverði lyfja. í fimmta lagi er gert ráð fyrir því að hægt sé að bæta lyfsölu og lyfjadreifingu í landinu frá því sem nú er með því að fjölga lyfsölu- stöðum og færa þjónustuna sem næst fólk- inu. Spamaður gæti skipt hundruðum milljóna Sparnaður samkvæmt frumvarpi þessu kæmi fyrst og fremst fram í lægra verði lyfja vegna breytts fyrirkomulags í verðlagningu, þar sem þeim aðilum, sem mestra hags- muna hafa að gæta að verð sé sem lægst, er jafnan falið að annast samninga um verð. Með því að lækka lyfjaverð um 7-10%, eins og heilbrigðisyfirvöldum í nágrannalöndum hefur tekist með svipuðu fyrirkomulagi og hér er lagt til, mætti lækka kostnað ríkisins vegna lyfjakaupa um hundruð milljóna króna. Það má gera án þess að velta þeim spamaði, sem ríkið vill ná fram í lyfjakostn- aði, yfir á notendur lyfjanna, sem í flestum tilfellum eiga erfitt með að bera aukin út- gjöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.