Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. ágúst 1993 Tíminn 3 Kristinn Einarsson þreytir Helgusund í dag: 1600 metra sund í 10 stiga sjó „Sundið leggst ágætlega í mig þótt það sé svekkjandi að hafa engan að keppa við. Ég er því miður tiltölulega illa æfður en ég verð þó að reyna að hafa þetta af,“ segir Kristinn Einarsson 36 ára sem er eini skráði keppandinn í Helgusundinu sem Ungmennafé- lag Borgarfjarðar efnir til í dag. í fyrstu höfðu þrír sjósundmenn skráð sig til keppni en tveir hættu við, annar af heilsufarsástæðum. Sundið er 1.600 metra langt og er búist við að það taki Kristin 40- 50 mínútur. Það hefst í Geirs- hólma og verður synt inn í Helgu- vík. Sjórinn verður um það bil 10 stiga heitur. „Fyrir tíu árum síðan stundaði ég sjósund af miklu kappi en illu heilli hef ég nú misst 15 kfló og hef því litla einangrun lengur. Ég starfa sem eróbikk-kennari og get því ekki verið feitari," segir Krist- inn. Hann hefur áður synt yfir Hval- fjörðinn og Viðeyjarsund hefur hann þreytt tvisvar. Einu sinni reyndi hann við Drangeyjarsund en sjórinn var ekki nema sex stig svo hann lét sér 5 km nægja. Að sögn Einars Ole Pedersen hjá Ungmennasambandi Borgarfjarð- ar er þetta í fyrsta sinn sem Helgu- sund er reynt síðan Helga fór þetta sjálf á sínum tíma. „Kristinn verður að stinga sér útí laust fyrir kl. 15.00 vegna útfalls- ins. Þetta snýst nefnilega ekki að- eins um að synda í köldu heldur takast menn líka á við sjávarföll- in,“ segir Einar -GKG. rWk ISLAHDI 20 Ford Ranger á ótrúlegu afmælistilboði í tilefni þess að nú eru 80 ár liðin frá því fyrsti Fordinn kom til landsins bjóðum við 20 Ford Ranger á meiriháttar afmælistilboði. Komdu í dag því það eru aðeins 20 bílar á afmælistilboðinu! Það fylgir því sérstök frelsistilfinning að eiga Ford Ranger - þú ferð þangað sem þú vilt, þegar þú vilt. Á þessum öfluga ameríska pallbíl, sem hefur verið mest seldi pallbíllinn í Bandaríkjunum í áratug, eru þér allar leiðir færar. Ford Ranger er frábær fyrir íslenskar aðstæður og hann er þýður sem fólksbíll. Pótt vélin sé mjög öflug er þetta ótrúlega sparneytinn bíll. Aksturseiginleikarnir hafa aldrei verið betri, hann er sterkbyggður og þú getur valið um margskonar aukabúnað og útfærslu. Ford Ranger - hvert sem er, hvenær sem er Hefur þú ekiö Ford... nýlega? G/obus? - heimur gœða! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55 Ólafur Ragnar Grímsson alþingis- maður hefúr krafist fundar í utan- rfldsmálanefnd Alþingis til að fá svör við spumingum um hver af- staða fulltrúa íslands hafi verið á fundi Natórflqa sem haldinn var í vikunni, en á fundinum var sam- þyidkt að Nató myndi hefja árásir á Serba í Bosníu létu þeir ekld af árás- um á múslima í Sarajevo. Forsætisráðherra hefur staðfest fféttir erlendra fjölmiðla að ísland hafi verið í hópi þeirra ríkja sem vildu leyfa árásimar án þess að fyrst væri óskað eftir leyfi Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaða fúndarins varð að slíkt leyfi væri skilyrði fyrir árás- unum. Ólafur Ragnar sagðist vilja fá á hreint hver afstaða íslands hefði ver- ið á fúndi Natóríkja. Það dygði ekki að vísa til niðurstöðu fundarins eins og utanríkisráðuneytið hefði gert. „Við viljum fá að vita hvað fúlltrúi ís- lands sagði á fundinum, sérstaklega f ljósi þess að erlend fréttaskeyti og ummæli forsætisráðherra í ríkissjón- varpinu gefa það skýrt til kynna að íslendingar hafi stutt þá afstöðu fyrkja og Þjóðveija að Bandaríkin ættu að fá einhliða heimild til loft- árása á Serba án þess að Sameinuðu þjóðimar veittu samþykki sitt fyrir því. Þannig væri ísland komið í hóp þeirra ríkja sem krefðust árása í gömlum kaldastríðs stfl og eina ríki gamalla fjandmanna Serba sem værí með slíka afstöðu. ÖIl önnur Nató- ríki, m.a. Norðurlöndin, vilja efla Sameinuðu þjóðimar sem burðarás í nýju öryggiskerfi," sagði Ólafur Rajgnar. Ólafur Ragnar sagði það einnig vera gagnrýnisvert að ekkert samráð skyldi vera haft við utanríkismála- nefnd f þessu máli eins og á að gera samkvæmt lögum. Hann sagðist fyr- ir mörgum vikum hafa óskað eftir fúndi í utanríkismálanefnd til að ræða um afstöðu íslands til átakanna í gömlu Júgóslavíu. Enn hefði ekki orðið af fundinum, en Ólafur Ragnar sagðist vonast eftir að fundur yrði haldinn eftir helgi. Ólafur Ragnar gagnrýnir einnig harðlega ferð Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra til Bandaríkjanna, en sú ferð var farin í skyndingu og án nokkurrar kynningar eða undirbún- ings hér á landi. „Eg held að það séu engin dæmi um að forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis fari til fúndar við æðstu menn valda- mesta ríkis veraldar án þess að segja þjóð sinni frá því fyrirfram. Að því er forsætisráðherra segir var eingöngu rætt á þessum fundi að samráð ætti að hafa við íslendinga um ákvarðanir í herstöðinni. Það er nú ekki nýtt. Því lýstu Bandaríkjamenn yfir á fúndi í Reykjavík fyrir rúmum mánuði og búið er að ákveða annan fund um þetta sama efni hér á landi. Davíð þurfti því ekki að fara til Washington til að fá það staðfesL" Ólafúr Ragnar sagði að sá orðrómur væri í gangi að Davíð hefði óskað eft- ir fundi með Clinton með mjög skömmum fyrirvara, en ekki fengið fund með honum. Hann sagði að for- sætisráðherra sjálfstæðs ríkis ætti ekki að haga sér svona því að með svona framkomu væri hann að minnka álit sinnar eigin þjóðar í aug- um þeirra sem hann er að tala við. Forsætisráðherra sagði frá því í sjónvarpsfréttum að afstöðu íslands á Natófundinum hefði verið tekið með sérstakri ánægju meðal ráða- manna í Bandaríkjunum. Ólafur þVJ 2JÚ -F'Sj/sj fhjusj^/ Ragnar sagði þetta vekja upp þá spumingu hvort einhver tengsl væru á milli ferðar Davíðs til Washington, sem virtist snúast um framtíð her- stöðvarinnar í Keflavík, og afstöðu fs- lands til árása á Serba í Bosnfu. -EÓ Fundar krafist í utanríkismálanefnd um af- stöðu íslands til sprengjuárása á Serba í Bosníu: Island vildi að Nató hæfi árásir á Serba

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.