Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 10
lOTíminn Laugandagur 7. ágúst 1993 Jeppar og fjórhjóladrifsbílar, jeppa- breytingar og jeppaferðir eni meðal efnis á næstu blaðsíðum. Teknir eru til kostanna nokkrir vænir vagnar og rætt við áhugamenn og atvinnumenn um málefni sem tengjast fjórhjóla- drifrium bílum. ÍÍÍ|®BPpB Hagsmunasamtökum jeppafólks vex stöðugt fiskur um hrygg: ÞaÖ Dggur við aö þaö borgi sig fýrir jeppaeigendur aö ganga íFerðakJúbbinn 4x4 þurfi þeir að kaupa nýjan gang af dekkjum undir bflinn. Fóiagsskírteini í klúbbnum veitir 10-15% afslátt á varahlutum og auka- hiutum í jeppabfla í nokkrum stórum verslunum. En þaö er fleira sem að mælir meö þessum stamtökum. ..... • >:: >,*• ’ ''' Ferðaklúbburinh 4x4 er hags- munasamtök jeppafólks. Meðlimir jeppaklúbbsins eru orðnir yfir þúsund talsins þó að samtökin séu ekki gömul. Að sögn forsvars- manna klúbbsins eru þetta ekki samtök forfallinna jeppadellu- manna, sem fara á jökul um hverja helgi; menn þurfa ekki einu sinni að eiga jeppa til þess að fá inngöngu. Ársgjaldið er 3000 krónur. Reykjavíkurdeild 4x4 er sú langstærsta, en að auki eru starf- andi fimm aðrar landshlutadeildir. Þær eru Suðurlandsdeild á Sel- fossi, Vesturlandsdeild í Borgar- nesi, deild fyrir Norðurland vestra í Skagafirði, Eyjafjarðardeild og deild íyrir Húsavík og nágrenni. Sjötta deildin er í burðarliðnum, en ísfirðingar og Bolvíkingar eru að undirbúa stofnun Vestfjarða- deildar. Fyrsta mánudag hvers mánaðar eru haldnir fastir félagsfundir á Hótel Loftleiðum. Þar eru málefni félagsins rædd og jafnframt reynt að bjóða upp á leiðbeiningar og kynningar þannig að fólk fari fróð- ara heim. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsmemi Ferða- klúbbsins 4x4 eru velkomnir á þessa opnu fundi. Þá er ejnnig fyr- irhugað að hafa opið hús í risinu í Mörkinni 6 á fimmtudagskvöldum í vetur. Landníðingar undir eftirliti Markmið 4x4-klúbbsins eru í stórum dráttum þau að berjast fyrir hagsmunamálum jeppaeig- enda og jeppafólks og stuðla að góðri umgengni við landið í jeppa- ferðum. Hefðbundin starfsemi fer fram í nefndum, en tvær þær mik- ilvægustu eru umhverfisnefnd og tækninefnd. Til þessa hefur starf umhverfisnefndar beinst mikið að endurbótum á vegaslóðum og bættum merkingum. „Við höfum verið að loka slóðum sem eru óþarfar og liggja eitthvað út í loft- ið, fjölga stikum og laga til,“ segir Árni Páll Ámason formaður Ferðaklúbbsins 4x4. Hann bætir því við að innan klúbbsins sé rek- Setriö, skáli 4x4-klúbbsins á hálendinu sunnan Hofsjökuls inn stífur áróður fyrir því að um- gangast landið með tilhlýðilegri yirðingu. Þeir meðlimir sem eru staðhir að eða grunaðir um nátt- úruspjöll fá tiltal enda þarf ekki nema örfáa svarta sauði til þess að koma óorði á alla hjörðina. , Tækninefhdin fylgist með reglu- gerðum og stöðlum sem séttir eru ,raf opinberurp áðilúpa varðáhdi þreytiögar á jeppum, svosem upp- híékkanir o.fl.. Réýndar var Ferða- klúbburmn 4x4 í upphafi stofnað- ur út af tæknimálum, þegar útlit var fyrir að opinberir aðilar ætl- uðu að gera mönnum ókleift að stunda sportið með boðum og bönnum um breytingar á bflum. Auk þessa er starfandi skála- nefnd. Klúbbmeðlimir hafa komið sér upp skála inni á hálendinu sunnan Hofsjökuls, en auk þess lelgir 4x4 gángnaskála á Kjalvegi af Biskupstungnamönnum yfir vetrarmánuðina. Stórsýning í september í lok september er fyrirhuguð stór jeppasýning í Laugardalshöll á vegum klúbbsins. Staðið hefur verið fyrir samskonar sýningu áð- ur og hún vakið athygli út fyrir raðir hérlendra jeppamanna. Und- irbúningur að 4x4- sýningunni í ár er í fúllum gangi, en auk kynn- ingar á jeppum og öðrum torfæru- tækjum munu þjónustufyrirtæki tengd greininni stilla út vörum sínum og kynna þjónustu. Árni Páll Árnason, formaöur Feröa- klúbbsins 4x4. „Þetta eru ekki bara samtök fyrir dellukalla sem fara á jök- ul um hverja helgi. Ttmamynd Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.