Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 3
R E T T U R
227
I. Hvers vegna var Efnahagsbandalag Evrópu
stofnað?
Efnahagsástæðan var fyrst og fremst þessi:
í öllum 6 aðildarríkjunum voru auðhringar, sem fannst orðið
of þröngt um sig innan tollmúranna og stökkin yfir þá til að kom-
ast á markaði nágrannalandanna of erfið. Þeir vildu bæði tolla-
bandalag og sem mest athafnafrelsi á sem víðustu svæði um stofnun
fyrirtækja, og voru því ákafir stuðningsmenn hugmyndarinnar um
Efnahagsbandalag Evrópu.
Hins vegar þrifust mörg smærri fyrirtæki í löndunum í skjóli
tolla og hafta og voru því á móti tollabandalagi. En sá hluti borg-
arastéttarinnar, sem lifði á þessum fyrirtækjum, var ekki aðal-
þröskuldurinn í vegi Efnahagsbandalagsins. Erfiðara var að eiga
við landbúnaðinn. A svæðinu sem heild hefur allan síðasta áratug
verið meira framboð landbúnaðarafurða en eftirspurn, enda tollum
og höftum í ríkum mæli beitt í viðskiptum landanna með þessar
vörur sín á milli, samfara misjafnlega víðáttumiklu styrkjakerfi
fyrir landbúnaðinn í löndunum öllum.
í V-Þýzkalandi og Ítalíu var framleiðnin í landbúnaðinum mun
minni en í Belgíu, Hollandi og Frakklandi, (þ. e. minni afrakstur
á hvern vinnandi mann í landbúnaðinum).2) Bændur fyrrnefndu
landanna óttuðust því samkeppni hinna síðarnefndu, einnig vegna
þess, að möguleikar á framleiðsluaukningu voru talsvert meiri í
Frakklandi en í hinum löndunum, ef tollar og höft yrðu afnumin
og ríkisstuðningi hætt. í sama mæli voru auðvitað franskir, belgískir
og hollenzkir bændur fylgjandi því, að tollabandalagi eða efnahags-
bandalagi yrði komið á stofn.
Niðurstaðan varð sú, að þau öfl, sem vildu bandalag urðu ofan á
í löndunum 6, og Efnahagsbandalagið var stofnað með ákveðnum
reglum um niðurfellingu tolla og hafta á viðskiptum með iðnaðar-
vörur og um athafnajafnrétti atvinnurekenda hvar sem er á svæðinu,
en reglur um landhúnaðarverzlun voru látnar bíða en skyldu fylgja
fljótlega á eftir. Þær eru ókomnar enn.
Það sýnir sig, að V-Þjóðverjar og auðhringar þeirra eru lang-
sterkustu aðilarnir í Efnahagsbandalaginu:
Þeir framleiða 60% af öllum kolum, sem framlejdd eru i löndum