Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 50

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 50
274 H E T T U R í þeirri hirtingarræðu gægðist fram ótti stjórnarliðsins við dóm verkalýðshreyfingarinnar og þó kannske ennfremur í hótunum þessa sama ráðherra bæði nú í kvöld og óður um skerðingar á samtakafrelsinu með svokallaðri endurskoðun vinnulöggjafarinnar. Samhliða verkalýðshreyfingunnh sem nú býst i næstu framtið til nýrrar varnarbaróttu verða öll frjólslynd öfl að fylkja sér til sóknar fyrir nýrri stjónarstefnu i þjóðfélaginu, fyrir endurreisn lýðræðislegra og þingræðislega stjórnahótta, sem fótum hafa verið troðnir af við- rcisnarstjórninni, fyrir vernd islenzks sjólfsókvörðunarréttar efnahags- lega og félagslega, sem nú er ógnað freklegar en nokkru sinni fyrr, fyrir framfarastcfnu i stað kyrrstöðustefnu og samdrúttar, fyrir brott- víkingu herstöðva of íslcnzku landi og fyir eflingu íslenzkra atvinnu- vega undir íslcnzkri stjórn. Og siðast en ekki sizt fyrir sóttum ríkis— valdsins og hagsmunasamtaka almcnnings. Með heilbrigðu stjórnarfari gætu þær sættir auðveldlega tekizt og í kjölfar þeirra fullkomið samstarf, sem hefði síbatnandi lífs- kjör og menningarskilyrði alþýðu að markmiði. En þá jyrst eru þœr sœttir hugsanlegar þegar ríkisvaldinu er heitt almenningi til styrlctar í líjsbaráttunni, og sú tíð er liðin að hver hræring alþýðu- samtakanna til þess að rétta hlut vinnustéttanna er jafnharðan stimpluð sem árás á ríkjandi stjórn, eins og nú er gert, heldur mælt með sanngirni og af velvilja. Ríkisstjórnin mun nú geta látið þinglið sitt fella þá tillögu um vantraust, sem hér er flutt og hún mun enn um sinn geta reyrt sig við ráðherrastólana í krafti þess bókstafs stjórnskipunarlaga, að ekki er skylt að láta fara fram almennar þingkosningar fyrr en ó árinu 1963, enda þótt henni hafi fyrir löngu borið siðferðileg og lýðræðisleg skylda lil að skjóta verkum sínum undir þjóðardóm í nýjum kosningum, eftir að hafa í öllum atriðum bæði brugðizt lof- orðum þeim, sem hún var kosin upp á og trausti þess nauma meiri hluta, sem flokkar hennar hlutu 1959 og ekki er meiri en svo að völd hennar hanga á einu atkvæði í annarri deild Alþingis. Eða hverjum getur komið til hugar að ríkisstjórnin mundi ekki óðfús efna lil nýrra kosninga nú þegar, ef hún hefði vísa von um að svo tækist til að völd hennar yrðu með því framlengd í fjögur ár?

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.