Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 37
R É T T U R
261
aka sér þangað, sumar hafa bundið ýmislega litum klútum
um liöfuð sér til skjóls og það má greinilega sjá á göngu-
lagi sumra þeirra hvað þær hafa farið í svellþykk nærföt
undir peysufötin til að klæða af sér kuldann.
Loks kom svo aðalhópurinn eða þeir sem raunverulega
gátu talizt fylgjendur. Þeir komu allir í eigin bílum, mörg-
um splunkunýjum máluðum abstrakt í skærum litum með
tvö spjót fram og fjögur aftur og stáltennta kjafta ægilegri
ásýndum en nokkur sjóskrímsl. Þeir lögðu þessum dýrlegu
farkostum sínum hverjum við annan unz komin var fjórföld
röð sunnanvið kirkjuna og tvöföld röð útvið þinghúsgarð-
inn. Hvernig sem á því stendur, leggur aldrei neinn kirkju-
gestur bíl sínum norðan við kirkjuna.
Þetta voru þeir sem höfðu verið við húskveðjuna, því bíl-
arnir komu í einni lest á eftir líkvagninum. Utúr þeim
þyrptist samstæður hópur virðulegra karla og kvenna í sínu
bezta stássi. En í svona kaldrana veðri var enginn öfunds-
verður af því að vera í þeim útvalda hóp. Líkvagninn var
kominn á undan þeim að kirkjudyrum, með þann sem allt
snerist um að þessu sinni og kuldinn átti víst sinn þátt í því
hve óvenju tafsamt varð að korna téðri persónu í guðshúsið,
það er einsog allt verði lil tafar þegar mest þarf að hafa
hraðann á. Líkmennirnir veigruðu sér við að fara útúr yln-
um í fordyri kirkjunnar, fyrr en í síðustu lög, því kjólföt
þeirra voru meira til skrauts en skjóls.
Það tók ökumann svarta vagnsins nokkra stund að búa
þetta í hendur þeirra, því jarðarförin var þessháttar að ekki
mátti gefa nema sem minnstan afslátt af virðuleikanum, hvað
sem veðrinu leið, og það tókst honum með þeim ágætum að
helzt mátti ætla að hann væri sama sinnis og gamla konan,
sem níræð og næstum blind þráaðist við að raka ljána, þó
annað fólk flýði í hús undan skýfallinu, og varð henni þetta
að orði: Hvað varðar mig um það hvað skaparinn gerir!