Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 40

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 40
264 R É T T U H son, sem lengi hafði verið hjá honum pakkhúsmaður, með- an hann var ekki orðinn forstjóri heldur aðeins yfirrafvirkj- unarmeistari. Kláus Kláusson forstjóri ræskti sig lítið eitt, en alveg háv- aðalaust og fyrirmannlega. Honum hafði jafnan gefizt vel að beita hógværðinni til að ná þeim rétti sem honum bar. Þótt ræskingu forstjórans væri stillt svo í hóf að hún heyrð- ist varla, lét hún víst eitthvað kunnuglega í eyrum Kláusar gamla pakkhúsmanns, það var einsog við manninn mælt, hann reis óðar úr sæti sínu með dálítið fátkenndum hreyf- ingum, greip með sér pottlokið sitt, hnippti í konu sína og gaf henni merki um að standa upp og fylgja sér. Kláus Klá- usson forstjóri heilsaði þeim báðum með ljúfmannlegri hneigingu um leið og þau hjónin tóku sér sæti í bekknum. Það varð ekki séð af neinu að Kláusi Jónssyni pakkhús- manni þætti þetta nema sjálfsagt, enda hafði hann ekki lært þá aðferð unglinganna í strætisvögnunum að sitja sem fast- ast og látast hvorki sjá né heyra, ef einhvern vantaði sætið hans. Þetta var ekki nema sjálfsagt, jafnvel þó ekki hefði átt í hlut fyrrverandi yfirmaður hans, því hann var nú búinn að sitja þarna í hlýjunni og láta fara vel um sig í hálftíma, meðan Kláus Kláusson forstjóri gerði skyldu sína og stóð úti í gaddinum. 0, seiseijá. En einsog hans var von og vísa, hafði hann haft fyrirhyggju til að koma nógu tímanlega karlinn og náð sér í sæti á góðum stað, því konan hans kunni nú alltaf held- ur betur við það. Hann mátti líka þakka sínum sæla, því ein- mitt vegna þess gat hann gert Kláusi Kláussyni forstjóra þann greiða að láta hann fá sæti á sæmilegum stað einsog honum bar. Hann gerði sér það alveg ljóst, að með þessu hafði hann afstýrt hálfgerðu hneyksli í kirkjunni. Þannig varð það til happs að hann reiknaði þetta dálítið skakkt út í byrjun, gat ekki séð fyrir svona mikið fjölmenni í öðru

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.