Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 9

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 9
R É T T U R 233 magnstollar). Á síðustu áratugum hafa útflutningstollar haft litla þýðingu, en mikilvægi innflutningstolla liefur aukizt við vaxandi framleiðslu og framleiðslumöguleika auðhringanna samhliða vax- andi söluerfiðleikum þeirra. Innflutningstollar urðu í fyrsta lagi vopn innlendra auðhringa gegn samkeppni erlendra á heimamark- aðinum, í öðru lagi veittu þeir iðnaði miður þróaðra landa vaxtar- skjól, í þriðja lagi urðu þeir fjáröflunartæki ríkisstjórna í þróuðum og miður þróuðum löndum. Þannig eru íslenzku tollarnir að mestu leyti til komnir. Höft eru svo kölluð, ef einhver ríkisstjórn setur þær reglur, að ekkert megi flytja inn eða út af ákveðinni vörutegund, eða aðeins ákveðið magn (sem hér hefur komizt til siðs að kalla kvóta).14) Það er tilgangur Efnahagsbandalagsins að afnema alla innflutn- ingstolla og -höft á viðskiptum milli bandalagsríkjanna og koma á fót sameiginlegum tolli þeirra gagnvart ríkjum utan bandalagsins, hinum svokallaða ytri tolli. Það á að stofna til frjálsrar samkeppni, þar sem allir framleiðendur og seljendur í bandalaginu hafa jafna aðstöðu hvar sem er innan þess. (AS svo miklu leyti sem afnám þessara ríkisafskifta þýðir jafna aðstöðu í þessu tilliti. Sáttmálinn getur ekki komið í veg fyrir einokunaraðstöðu og þróun til hennar.) Þetta er kjarni þessa fyrsta þriðjungs Rómarsáttmálans. Þetta myndi þýða, gerðist Island aðili, að engir tollar eða höft gætu trufl- að erlendar vörur á íslenzka markaðinum. Hvaða áhrif hefði það á íslenzkt atvinnulíf? Um þetta atriði liggja fyrir mjög takmarkaðar smáatriðarann- sóknir, og aðeins um iðnaðinn. 27. des. 1955 skipaði iðnaðarmála- ráðuneytið nefnd undir forsæti Jóhannesar Nordals til að rannsaka þjóðhagslegt gildi iðnaðarins (utan þess iðnaðar, sem vinnur úr landbúnaðar- og sjávarafurðum, og byggingastarfsemi). Nefndin sat á rökstólum í 5 ór og komst að þeirri niðurstöðu, að ca. 14.5% þjóðarinnar, hefði framfæri sitt af þessum iðnaði, 1950—1957. Árið 1957 hefðu 60% starfsfólks í þessum iðnaði unnið í iðngrein- um, sem eru „náttúrlega“ verndaðar eða þurfa ekki ó tollvernd að halda, en 40% í toll- og haftavernduðum iðngreinum, sem sumar gætu staðizt, þótt dregið yrði úr verndinni.15) Það er rétt, að sum iðnaðarstarfsemi er náttúrlega vernduð í þeim skilningi, að hún hlýtur að fara fram hér á landi, t. d. bíla-, báta- og aðrar vélaviðgerðir (þó ekki skipaviðgerðir), einnig blaða- og bóka- útgáfa á íslenzkri tungu. (Um það verður rætt nánar í næsta undir- L

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.