Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 27

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 27
K É T T U K 251 „Á móti þessu er svo á það að líta, að íslendingar hafa að ýmsu leyti sérstöðu, sem gerir þeim þótttöku í Efnahagsbandalaginu mjög erfiða nema með verulegum undanþágum frá ýmsum ákvæðum samningsins.“ „Undanþágur þær, sem íslendingar mundu telja sér nauðsynleg- ar, er hugsanlegt að fá með tvennu móti: annað hvort með fullri að- ild að bandalaginu, en með tilteknum undantekningum, eða með aukaaðild, er aðeins tæki til vissra liluta samningsins.11 „Inntökuheiðni í Efnahagsbandalagið felur ekki í sér annað en viljayfirlýsingu, og í henni mundu ekki vera fólgnar neinar skuld- hindingar. Hins vegar mundi með henni skapast samningsaðstaða, sem kynni að hafa ómetanlega þýðingu fyrir hagkvæma lausn máls- ins að lokum.“43) Það er: sérfræðingar borgarastéttarinnar viðurkenna, að ákvæði Rómarsáttmálans skapa hættu fyrir efnahagslegt sjálfstæði okkar, þar sem þeir sjá, að ekkert þýðir annað. En til þess að losna við þessa hættu og græða samt á aðild að Efnahagsbandalaginu þurfum við bara að vera duglegir að semja við yfirvöld þess, en það getum við ekki, skv. sáttmálanum, fyrr en við höfum sótt um aðild. En um- sóknin sjálf er þýðingarlaust atriði og bindur hendur okkar á engan hátt. Það er tvennt við þennan áróður, sem rétt er að almenningur gefi góðan gaum. í fyrsta lagi er það margyfirlýstur tilgangur Efnahagsbandalags- ins að tengja aðildarríkin efnahagslega í eina heild án landamæra og koma á pólitískri yfirstjórn hennar. Fyrir yfirvöld Bandalagsins er það hins vegar allt í lagi að taka okkur inn sem aukaaðila, en þeir líta bara ó það sem fyrsta skrefið. Þegar þau þurfa á okkur að halda í pólitískum, eða fyrst og fremst hernaðarlegum, skilningi (en þeirri nauðsyn telja þeir að ekki verði örugglega fullnægt nema við séum fullir aðilar, m. a. vegna þess, að skjótar ákvarðanir í hermálum verða æ nauðsynlegri og illt að þurfa að fara að semja við sjálf- stæða ríkisstjórn, þegar á íslenzku landi þarf að halda með skömm- um fyrirvara), verða þeir háu herrar ekki í neinum vandræðuin með að láta okkur stíga næstu skrefin. Og fréttin um að V-Þjóð- verjar sækjast eftir heræfingarstöðvum hér á landi sýnir, að vest- rænn hernaðaróhugi á íslandi fer ekki minnkandi.44) Og aðferðin?

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.