Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 46
270
R É T T U R
líka að víða um heim er þróunin miklu örari í þessum efnum. Sam-
kvæmt því ættu laun nú að vera 60—70% hærri en þau voru 1945.
Staðreyndin er hins vegar sú, að þau eru um 16% lœgri. Lífskj ör al-
þýðu manna hafa í engu notið tilkomu aukinnar tækni, aukins
gróða, aukinnar fjárfestingar og stórfelldrar aukningar þjóðarfram-
leiðslu. Þótt hún hafi vaxið um 4—5% á ári á mann hafa launin
staðið í stað eða lækkað.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir sýndi verkalýðshreyfingin slíht
langlundargeð og hófsemi að bjóða fram, með samningum í sumar,
tveagja ára samfelldan vinnufrið, þ. e. a. s. út lengsta hugsanlegan
veldatíma núverandi ríkisstjórnar á þeim grundvelli, að fá þá þegar
réttan helming endurheimtan af kauplœkkun síðustu 3ja ára, og
síðan að ári 4% hœkkun. Þannig hefði það tekið jull 3 ár að ná
aftur sörnu kjörum og hér giltu við valdalöku stjórnarflokkanna.
Því marki hefði ekki verið náð við lok kiörtímahilsins. Ég spyr: er
unnt að fella þyngri dóm yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum, en hún sjálf hefur dæmt með því að hafna slíku boði og
keppast við að útmála getuleysi sitt og efnahagskerfis síns til þess
að standa undir slíkum skilmálum?
Sízt skal því andmælt að efnahagskerfi núverandi ríkisstiórnar
þurfi gerbreytinga við til þess að atvinnulíf og lífskjör geti þróazt
með eðlilegum og æskilegum hætti, en hitt er þó enn augljósara að
hin nýja gengisfelling magnar enn alla verstu eiginleika þess, en
leysir engan vanda. Enn fráleitara er þó að reyna að halda því fram
að kaupsamningarnir hafi gert gengisfellinguna óhjákvæmilega, en
sú fullyrðing studd engum rökum er það hálmstrá, sem stjórnar-
liðið heldur nú dauðahakli í.
Ef litið er til einstakra atvinnugreina verður Ijóst að sú atvinnu-
greinin, sem einna flesla launamenn hefur í þjónustu sinni, iðnað-
urinn, var fyllilega fær um að standa undir umsömdu kaupgialdi.
Þetta hefur verið viðurkennt af ríkisstjórninni með því að hún
kveðst ekki hafa leyft þessari atvinnugrein neinar verðhækkanir
vegna hækkaðra launa heldur aðeins vegna gengisfellingarinnar.
Hækkuð laun hlutu alltaf að koma fram í verðlagi landbúnaðarvara
samkvæmt gildandi löggjöf og hændastéttin þannig að fá sín kjör
samræmd kaupgjahli verkafólks, Til þess þurfti enga gengisfell-