Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 25

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 25
RETT.UÍ 249 vestri, og þar að auki með lægri vöxtum í sósíalísku löndunum en við fáum nú hjá vinum okkar í vestri, án þess að lála ágóðann af þeini fyrirtækjum, sem reisa skal fyrir þetta fé, hverfa úr landi. A þetta hafa íslenzkir sósíalistar margsinnis bent og lagt á það áherzlu, og fer ég ekki nánar út í þá sálma hér. Þetta voru þau rök fyrir aðild Islands að Efnahagsbandalaginu, sem íslenzka borgarastéttin hefur sett á oddinn. Yið sjáum nú, að þessi rök eru haldlaus. En ekki þarf að halda að borgarastéttin sæki aðildina að ástæðulausu, þótt hún flíki ekki rökunum. Hver eru þá hin duldu rök? Ég hef nú sýnt fram á, að enginn hópur íslenzkra framleiðenda hefur efnahagslegan ávinning af aðild íslands að Efnahagsbanda- laginu. Það er sérstaða Íslands gagnvart öllum þeim löndum, sem nú þegar eru í Bandalaginu eða talað er um að muni ganga í það. Þar eru alls staðar framleiðendur, sem munu græða á aðildinni. En því er ekki til að dreifa á Islandi. Hér myndu í hæsta lagi heild- salarnir græða. Náttúrlega eru til þeir menn á meðal íslenzkra framleiðenda, sem trúa þessum falsrökum og vilja ganga í Efnahagsbandalagið á þeim forsendum. En þeir eru ekki færri, sem sjá haldleysi rakanna og eru því ekki ginkeyptir til inngöngu á þeim grundvelli. Og væri ekkert annað í taflinu en efnahagsleg rök með og móti, myndi íslenzku borgarastéttinni ekki detta í hug að sækjast eftir aðild að Banda- laginu. En þess skal gæta, að þessi stefna borgarastéttarinnar á sér ekki síður stjórnmálalegar en efnahagslegar rætur, í rauninni miklu fremur þær fyrrnefndu. Borgarastéttin er að gefast upp á því að þróa kapítalismann í íslenzku þjóðfélagi, hún er að gefast upp á að stjórna því upp á auðvaldsmáta, hún er orðin svo uppgefin á því pólitíska vafstri, sem hún varð að viðhafa sí og æ til að tryggja sér gróðann og skipta honum sín á milli, að hún vill nú afmá íslenzka þjóðfélagið og blanda einstaklingum þess í hið stóra auðvaldsþjóð- félag V-Evrópu. Með inngöngunni í Efnahagsbandalagið ætlar hún ekki að sækja bandamann gegn íslenzkum verkalýð, heldur erlenda herra, sem taka af henni það ómak, að halda verkalýðnum í skefj- unr. Fyrir sig væntir hún ekki meiri valda eða aukins gróða, heldur vill hún meira öryggi og jafnvel ró. Eg hef heyrt verkamenn segja: Það er ómögulegt að borgarastétt- m vilji þetta. Þeir eru alltént íslenzkir, og þeir hljóta að sjá, að við

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.