Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 43
R E T T U R
267
inga verkalýðsfélaga og atvinnurekenda og kaupmáttur samkvæmt
mati stjórnarvaldanna sjálfra rýrður um 5.6%.
Næst kom sjálf „viðreisnin“, það er að segja gengisfelling, sem
hækkaði verð gjaldeyris um allt að 79% jafnhliða lögbanni við
greiðslu verðlagsbóta í nokkru formi á laun, nýrri riftingu allra
kjarasamninga verkalýðsfélaganna og að auki umbyltingu á öllum
skatta- og útsvarslögum, sem færði allan þunga skattheimtunnar af
bökum gróðafélaga og hátekjumanna yfir á almenna neyzlu nauð-
þurfta jafnt sem miður þarfrar eyðslu. í kjölfar viðreisnarinnar og
skattabyltingarinnar fylgdu síðan ofsalegri skattahækkanir en sagan
kann frá að greina og hafa samanlagðir skattar og tollar hækkað um
full 100% á valdatíma stjórnarflokkanna, 3 árum.
„Yiðreisnin“ var fyrsta aðgerð Sjálfstæðisflokksins til efnda á
því fyrirheiti sínu í kosningunum 1959 að leiða þjóðina inn á braut
bættra lífskjara. Hæstvirtur forsætisráðherra og ríkisstjórn kváðu
nú að vísu þá braut ekki jafn beina og slétta sem þeir höfðu útmálað
fyrir kosningar. Nokkrar lítilfj örlegar byrðar yrði að leggja á al-
menning í bili. En yrði aðgerðunum eirt um stundarsakir, í nokkra
mánuði, hálft ár, í hæsta lagi eitt ár, verkalýðshreyfingin sýndi að-
gerðunum biðlund og hefðist ekki að um beinar kauphækkanir
skamma hríð, þá niundi örugglega sannast að aðgerðirnar færu,
innan tíðar, að skila árangri eins og til væri stofnað, það er að
segja bættum lífskjörum og traustari efnahag þjóðarheildarinnar.
Biðlundin var sýnd og fullur reynslutími veittur. Viðreisnin hafði
staðið í eitt og hálft ár þegar verkalýðshreyfingin lét til skarar
skríða um aðgerðir til almennra launahækkana láglaunafólks. Og
hvernig stóðu reikningarnir þá? Þeir stóðu þannig, að kaupgjald
hefði þurft að hækka um 18% með óbreyttu verðlagi til þess að
kaupmáttur þess gagnvart verðlagi á vörum og þjónustu yrði hinn
sami og hann var við upphaf „viðreisnarinnar" og um 24% til þess
að raunveruleg launakjör væru óbreytt frá upphafi valdaskeiðs
stjórnarflokkanna. Þetta eru ekki ágizkunartölur mínar eða annarra
stjórnarandstæðinga. Þær eru tölur Hagstofu íslands um þróunina,
mótaðar í þeim útreikningslistum, sem sjálf ríkisstjórnin hefur á-
kveðið að beitt skuli, til þess að sýna sem mildilegasta niðurstöðu.
Þannig voru viðhorfin í kjaramálum launastéttanna á síðastliðnu