Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 45
R É T T U R
269
í verkfalli vikum saman til stórfellds tjóns fyrir þjóöina var sú, að
Viún vildi með engu móti þola að verkalýðshreyfingin endurheimti
þessi grundvallarréttindi sín. Hvað sem það kostaði skyldi valds-
boðið eitt gilda. Ef ekki bókstafur þess þá innihald þess, og þannig
nást sami árangur eins og verkalýðsfélögin hefðu verið bönnuð að
sið nazista og nýlendukúgara. Með engu móti öðru taldi hún að
ejnahafrsstefna hennar fengi staðizt. Það er þungur dómur kveðinn
upp al henni sjálfri.
Nú eftir verkföllin er deilt um það innan stjórnarliðsins, livort
ekki hefði verið réttara að lögbinda hið skráða kaupgjald heldur
en fella gengið. Einungis annað hvort þetta kom til greina af þess
hálfu. Sú leið kom ekki til greina, að láta atvinnurekendur vera
ábvrga samningsaðila og láta revnsluna þrautsanna, hvort atvinnu-
vegirnir gætu borið þau launakjör, sem um hafði verið samið —
og ekki heldur sú leið, að vernda gildi samninganna með því að
sníða af verstu agnúa efnahagskerfisins. Á þann hátt hefði mátt
koma til liðs við illa stæða atvinnuvegi og beina heildargetu þjóð-
félagsins að lausn slíkra hrýnna verkefna.
Var slíkt mögulegt? Voru ekki samningarnir, sem verkalýðssam-
tökin knúðu fram svo óhóflesir, ósanngjarnir og óbærilegir atvinnu-
lífinu að þeir hefðu orsakað hrun, atvinnuleysi os ríkisgialdþrot
eins og fullyrt er nú af stiórnarliðinu að þeir hefðu gert. ef ekki
hefði verið gripið til hinnar nýju gengisfellingar.
Með samningunum síðastliðið vor náðu verkamenn aftur réttum
helmingi þeirrar kjaraskerðingar, sem þeir höfðu þá orðið að þola
í valdatið stjórnarflokkanna og kaupmáttur tímakauns þeirra óx úr
84 stigum miðað við árið 1945 í tæp 92 stig. — Þetta þýðir að
a. m. k. annað eins átak burfi til þess að laun þeirra vrðu samhæri-
lesr við það, sem bau voru fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta þvðir
að óskert laun eftir samningana voru læicri en atvinnuvegirnir hafa
horið síðasta hálfan annan aratuginn það tímahil, sem þeir hafa
verið hvggðir upn á nútíma mælikvarða og h'óðin í heild hefur
verið að efnast gífurlega í formi mar.gfaldrar fiárfestingar og gróða
auðmannastéttarinnar við það sem áður hefur hekkzt.
Það er viðurkennt af stjórnarliðinu að 3% árleg kauphækkun sé
eðlileg og bærileg sómasamlega reknu atvinnulífi. Staðreyndir sanna