Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 6
230
R É T T U R
Þetta stendur ekki í Rómarsáttmálanum, en það gæti orðið afleið-
ingin af aðild Islands að honum.
Það er ekki úr vegi að minnast þess í þessu sambandi, að vestur-
þýzki herinn er nú orðinn sterkasti herinn á meginlandi Vestur-Ev-
rópu, e. t. v. næststerkasti herinn í NATO, næst á eftir þeim handa-
ríska. Ennfremur, að í honum er fjöldinn allur af fyrrverandi hers-
höfðingjum Hitlers, sem sumir eru komnir til æðstu metorða í
NATO, t. d. Speidel og Heusinger, formaður hernaðaráætlunarráðs
NATO. Einnig, að það er vestur-þýzka stjórnin, sem rekur árásar-
kenndustu utanríkisstefnu í Evrópu sem stendur, eina ríkisstjórnin,
sem gerir landakröfur á hendur nágrönnum sínum, landakröfur,
sem óhjákvæmilega þýða styrjöld, verði þeim haldið til streitu. Það
var eitt af sjónarmiðum vestur-þýzkra forráðamanna við stofnun
Efnahagsbandalagsins að fá stuðning hinna aðildarríkjanna við
þessa utanríkisstefnu, í samningum eða í stríði.
Teldi lesandinn rétt af okkur íslendingum að taka þátt í slíkri
styrjöld?
Nú munu einhverjir segja með Jóhannesi Nordal:
„A hinn bóginn leikur ekki vafi á því, að innganga Bret-
lands, Norðurlandanna og fleiri þjóða í Efnaliagsbandalagið
getur ekki átt sér slað, án þess að verulegar undanþágur
verði gerðar frá ákvœðum Rómarsamningsins. Jafnframt
munu þessi ríki verða til þess, að stefna Ejnaliagsbandalags-
ins breylist í veigamiklum atriðum, þar sem þau hafa miklu
minni áhuga á því en sexveldin, að Efnahagsbandalagið leiði
til nánari stjórnmálalegrar samvinnu. Það rnát því búast við
því, að Efnahagsbandalagið verði eftir inngöngu þessara
þjóða miklu lausara í böndunum en hinir upphaflegu forvígis-
menn þess œtluðu og sljórnmálaleg samheldni þess verði
minni.“10)
Hér gefst ekki tækifæri til að fjalla um ástæður Engiands og
hinna EFTA-landanna11) til að sækja um inngöngu í Efnahagsbanda-
lagið. En þótt aðildarríkjunum fjölgi og áhugi þeirra á Bandaríkj-
um V-Evrópu verði misjafn, þá er það staðreynd, að Heath, for-
inaður samninganefndar Breta um inngöngu þeirra í Efnahags-
bandalagið, lýsti því yfir í París þann 10. okt. þ. á., að innganga
Breta í það þyrfti ekki að hafa neinar breytingar Rómarsáttmálans
í för með sér.12) Sömu yfirlýsingu gaf J. 0. Krag utanríkisráðherra
fyrir hönd Danmerkur í Briissel 26. okt. 1961.13)