Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 49

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 49
RÉTTUR 273 6% raunhæfa kjarabót. Eftir gengisfellinguna fóru ráðherrarnir, eins og t. d. Emil Jónsson, um landið og fullyrtu að ríkisstjórnin mundi tryggja það að gengisfellingin skildi eftir 6% raunverulega kauphækkun. En nú á að skammta laun, sem verða 8—9% lœgri en þau áður voru og um þriðjungi lægri en þau voru fyrir 3 árum. Þetta eru óhugnanlegar staðreyndir jafnt um heilindi og orð- heldni stjórnarherranna sem um allan ávöxtinn af stjórnarstefnu þeirra. í hvers manns hug krefst sú spurning svars hvernig við þessum staðreyndum og reyndar mörgum öðrum, sem þær snerta, skuli bregðast á örlagastund. Og engum efa er bundið að mikill meiri- hluti þjóðarinnar hefur þegar gert upp við sig svörin í megin- atriðum: Þa3, sem koma verður er annors vegar órjúfandi samstaSa innan verkaiýðshreyfingorinnar um verndun lifskjaronna, samstaðn, sem þvert í gegnum allor stjórnmólaskoðanir og flokkaskipun setur sér það mark- mið að endurheimta þau launakjör, sem verkalýðshreyfingin hafði mcð lögmætum hætti samið um við stétt atvinnurekenda, samstaða, sem slær skjaldborg um grundvallarréttindi alþýðusamtakanna og er reiðu- búin að verja samtakafrelsið með öllu sínu afli fyrir hverri órós, sem enn konn ó það að vera gerð. Þessi samstaða er nú að skapast og er ráðstefna Alþýðusambands íslands, sem haldin var um sl. mánaðamót þar gleggst vitni. Þar voru allir fulltrúar verkalýðsfélaganna sammála um, að svo fremi að ekki fengist fram friðsamleg leiðrétting á launakjörunum, sem svaraði til þess að raunveruleg laun yrðu hin sömu og um var samið sl. sumar, þá vœri óhjákvœmilegt að heita afli samtakanna til þess acf knýja slíka leiðréttingu fram. Þarna gerðust þau sögu- legu og góðu tíðindi að þessi afstaða var samþykkt jafnt af stjórnar- andstæðingum sem þeim mönnum, sem taldir eru fyrirsvarsmenn stjórnarflokkanna innan verkalýðshreyfingarinnar. Er það glöggt tímanna tákn að hv. forsætisráðherra eyddi nokkru af tíma sínum í ræðustóli á landsfundi flokks síns til þess að hirta sína menn inn- an verkalýðshreyfingarinnar fyrir afstöðu þeirra á ráðstefnunni.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.