Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 12

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 12
236 R É T T U R Hinn sameiginlegi ytri tollur myndi gera það að verkum, að lönd utan bandalagsins yrðu ekki samkeppnisfær á íslenzka markaðinum. Innflutningur okkar frá vöruskiptalöndunum myndi leggjast niður, en það þýðir, að við munum ekkert geta selt þangað. (Lögmál vöru- skiptanna er: þeir kaupa jafnmikið af okkur og við kaupum af þeim.) Þetta myndi þýða, að viðskipti okkar við sósíalísku löndin yrðu al- gerlega brotin á bak aftur, en þau hafa numið milli fjórðungs og þriðjungs af utanríkisviðskiptum okkar á undanförnum árum, allt síðan 1953. Það verður ekki aðeins að við jáum að selja fisk okkar í Vestur- Evrópu, við verðum að gera það (kannski einhvern hluta til USA, sem þó er óvíst). Þetta þýðir, að í viðskiptamálum verðum við al- gerlega háðir annarri stórveldablokkinni (eða einni). Þetta yrði kannski alvarlegasta afleiðing tollahandalagsins fyrir okkur Íslend- inga. Við sáum 1952, til hvers átti að nota þá einokunaraðstöðu, sem eitt stórveldið hélt það hefði. Þá var hægt að víkja undan á sósíalíska markaði. Eftir inngöngu okkar í Efnahagsbandalagið verður það ekki hægt lengur. Ekki skulum við gleyma garminum honum Gunnari, eða hvað verður um ríkiskassann? Tollatekjur ríkissjóðs voru undanfarin ár yfir þriðjungur heild- artekna hans.20) Þær falla svo til alveg niður á hinum 8—11 árum, sem eftir eru af millibilsástandinu.21) Hvar verða þá þessar tekjur teknar? Dettur nokkrum í hug að þær verði teknar með beinum skatti á auðkýfinga? Þær verða teknar með söluskatti, eins og breyt- ingar Gunnars Thoroddsen á tolla- og skattalöggjöfinni, gjörðar og áætlaðar, sýna. En hvert mannsbarn veit, að söluskatturinn kemur aldrei allur til skila í ríkiskassann. Því verður hann að nema hærri hundraðstölu en tollurinn áður til að skila sömu ríkistekjum. M.ö.o., vöruverðið hækkar enn meir fyrir áhrif söluskattsins en það lækkar vegna afnáms tollanna. Hér erum við komin að afar áhugaverðu vandamáli: hvernig breytist vöruverðið, ef við göngum í Efnahagsbandalagið? Ég hef heyrt suma segja: Látum iðnfyrirtækin fara á hausinn og bændur flosna upp, ef erlendir aðilar geta selt okkur vörurnar ódýr- ar en þeir. í fyrsta lagi: Þegar undirboð eru stunduð, er verðið alltaf hækk- að, þegar keppinauturinn er kominn á kné. í öðru lagi: Einokunaraðstaða íslenzkra heildsala á ýmsum vöru-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.