Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 21
RÉTTUR
245
verða fyrir skakkaföllum, hvort sem einhverjum grcinum hans tekst
að halda sér, og fiskveiðilandhelgi okkar verður lögð niður;
-----það hlýtur að leiða til þess að fiskistofninn við Island eyðist
og fiskveiðar hér leggjast niður; tilvera okkar hér verður undir er-
lcndum fyrirtækjum hér ó landi komin, sem rekin verða að einhverju
leyti, kannski að miklu eða mestu leyti, með erlendu verkafólki; þau
mundu þvi vart veita öllum þeim vinnufæru Islendingum atvinnu,
sem hvergi fé hana annars staðar i landinu sjólfu;
-----oð það er ekki einu sinni víst að þessi erlendu fyrirtæki verði
reist hér, það verður undir duttlungum auðvaldsmarkaðsins í Vestur-
Evrópu komið en ekki okkur, ef þau verða ekki reist, þó er vist eins
gott fyrir okkur íslendinga að fara að lita aftur i kringum okkur
suður á Jótlandsheiði;
-----en það er alveg víst, cnda þótt þessi atriði fari ó þann hótt,
sem okkur verður hagkvæmastur, AÐ ÍSLENZKT ÞJÓÐFÉLAG LÍÐ-
UR UNDIR LOK SEM SJÁLFSTÆTT ÞJÓÐFÉLAG. Og þó líður fleira
undir lok, íslenzk mcnning og islenzkt þjóðerni týnist lika.
Og ef við sjáum fram á þessa þróun eftir að við erum gengin í
Efnahagsbandalag Evrópu, getum við þá ekki farið úr því aftur?
240. gr. Rómarsáttmálans segir:
„Sáttmáli þessi er gjörður til ótakmarkaðs tíma.“
Ef við viljum gangast undan honum aftur, yrði litið á það sem
uppreisn útkjálkahéraðs gegn miðstjórnarvaldi hinna upprennandi
Bandaríkja Vestur-Evrópu.
III. Rök íslcnzku borgarastéttarinnar og ríkis-
stjórnar hennar fyrir aðild Islands að
Efnahagsbandalaginu.
íslenzku borgaraflokkarnir töluðu lengi vel varlega um alla að-
ild íslands að markaðsbandalögum V-Evrópu. En eftir að kunnugt
varð um áform brezku ríkisstjórnarinnar að sækja um upptöku í
Efnahagsbandalagið (yfirlýsingu Mac Millans fyrir neðri deild
Brezka þingsins 31. júlí þ. á.) og vangaveltur og áform hinna EFTA-
ríkjanna að fylgja á eftir, hvarf sú varúð smátt og smátt og tala nú