Réttur


Réttur - 01.08.1937, Síða 7

Réttur - 01.08.1937, Síða 7
þvottinum við klappirnar, þá skildu þeir stundum eftir stykki af stangasápu, sem þótti afbragð allrar sápu, sem þekktist. Telpurnar kepptust um að ná í þessi sápustykki og færa þau mæðrum sínum, en slík sáputínsla fullnægði ekki hetjuhug drengjanna, þeir fóru með Fransmönnunum á jullum þeirra um borð í skúturnar, klifruðu upp í reiðana og léku sér að því að láta skipshundana sækja spítur í sjóinn og kafa niður á hafsbotn eftir steiflum. Alltaf voru þessir útlendu menn glaðværir og vin- gjarnlegir við börn og fullorðna, og ýmsir í þorpinu gátu skilið það sem þeir sögðu, og reyndu að líkja eftir hinu einkennilega la la-máli þeirra. En samt var það bara heilaspuni úr Laugu, þrettán ára gömlum niðursetningi hjá Jóni og Katrínu, að þetta voru einhverjar ævintýralegar verur, sem ein- hverntíma mundu bjóða henni að sigla með sér til hinna fögru og fjarlægu landa, sem þeir höfðu kom- ið frá. Enda fékk hún að reyna það, að þetta voru veruleikans menn, að minnsta kosti í augum rétthugs- andi fólks í firðinum. Það gerðist einn sunnudag, þegar hún sat einsömul í fjörunni og horfði með athygli á skútu, sem lá svo skammt frá landi, að hún gat næstum því hent steini út í hana. Þessi skúta hafði vakið eftirtekt hennar fremur öðrum skútum. Það stafaði ekki eingöngu af því, hve hún lá nærri landi og að þess vegna var svo auðvelt að fylgjast með því, sem gerðist um borð, heldur var það einn skipverjinn, sem dró hug hennar að sér. Það var drengur, sem leit út fyrir að vera ekki eldri en hún sjálf. Skútan var búin að liggja þarna lengi, og allir könnuðust við skipsdrenginn. Strákarnir, sem höfðu farið um borð, sögðu ýmist, að hann væri sonur skipstjórans, eða að hann hefði strokið að heiman frá sér, og sumir þeirra létu það í veðri vaka, að þess mundi ekki langt að bíða, að þeir færu sjálfir að dæmi hans. En Lauga var viss um að hvorug þessi tilgáta var rétt hjá strákunum, 199

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.