Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 5
tvennt 1930, var þeim mun afdrifaríkari, sem sam-
tökin voru þá orðin fjölmennari og sterkari. Stærsti
og hættulegasti klofningurinn, sem íslenzkur verka-
lýður hefði upplifað, mundi gerast innan skamms,
ef nú væri ,,tafarlaust“ hrapað að stofnun „samein-
aðs alþýðuflokks“, án þess að hafa leyst upp allar
hættulegar andstæður innan verklýðshreyfingarinnar
fyrst, fulltryggt samstillingu kraftanna.
Það sem nú kemur til umræðu milli Alþýðuflokks-
ins og Kommúnistaflokksins er ekki hin barnalega
og allsendis óraunhæfa krafa Héðins Valdimax*sson-
ar um „tafarlausa sameiningu“, heldur samkomulag
um undirstöðu og sameiginlegan grundvöll, og loks
málefnasamningur með fullkomna sameiningu flokk-
anna sem lokatakmark, óðar en sýnt þyki, að ekkert
beri lengur á milli, sem máli skiftir.
Strok.
Eftir Halldór Stefánsson.
Þegar frönsku fiskiskúturnar komu svífandi inn
fjörðinn á sólbjörtum sumardegi eins og stórir, hvítir
fuglar með þanda vængi, var tilhlökkunin mikil hjá
börnunum og gaman að lifa, jafnvel fyi'ir niðursetn-
inga eins og Laugu.Fullorðna fólkið gleymir því á
slíkri stundu, að hafa eftirlit með því, að hún svík-
ist ekki um við beitinguna eða annað, sem hún á
að gera, svo að hún geti skemmt sér við sömu sýn-
ina og almennilegt fólk. Karlmennirnir þekkja skút-
urnar,sem komið hafa ár eftir ár. Þeir tala um það,
hvort sörhu skipstjórarnir muni vera á þeim, og
þykjast geta ráðið það af siglingunni, ef breyting hefir
orðið í þá átt. Og kvenfólkið hugsar líka um það,
hvort sömu mennirnir og í fyrra muni koma aftur,
en það er ekki eins skarpskyggnt og karlmennirnir