Réttur


Réttur - 01.08.1937, Síða 20

Réttur - 01.08.1937, Síða 20
eyinga, og þaS með þeim árangri að Suður-Þingeyjar- sýsla má nú teljast eitt hið bezt mennta hérað á land- inu. Vettvangur Benedikts sem fræðara hefir einkum verið Sýslubókasafn Suður-Þingeyinga, sem er í senn eitthvert vandaðasta og mest notaða alþýðubókasafn á landinu. En með því að mikill hluti safnsins eru út- lendar bækuy, hefir barátta Benedikts frá Auðnum ekki sízt verið falin í því, að fá Suður-Þingeyinga til að læra erlend tungumál, svo þeir gætu haft full not safnsins. Sú aðferð, að neyða lesendurna til að læra erlend mál svo þeir hafi gagn af bókum, er náttúr- lega að ýmsu leyti merkiíeg, en hún er um skör fram erfið og tímafrek, og hætt við að margur gefist upp á miðri leið; hún er auk þess miðuð við það, að bóka- kostur sé svo þröngur hér innanlands, að ekki sé kostur á að afla sér nægra rita á íslenzku til að upp- fræða landsfólkið og skemmta því. Og engan mundi ég öfunda af að eiga að leika það eftir Benedikt á Auðnum að fá álitlegan fjölda manna i heilum sveit- um til að sökkva sér niður í tungumálasjálfsnám, til að eiga síðan að geta notið svo að gagni komi erlendra skáldverka og fræðirita á frummálunum. Ég held að þeir árangrar, sem Benedikt á Auðnum hefir náð í Þingeyjarsýslu sé dálítið sérstakt met, sem ekki dugi að skipa öllum héruðum að leika eftir. Hinu er skylt að halda á lofti, að með uppbyggingu Sýslubókasafns Suður-Þingeyinga og menningarstarfi þess hefir Benedikt á Auðnum á langri æfi tekist að gera Suður-Þingeyjarsýslu að því héraði lands- ins, þar sem upplýstur hugsunarháttur, lýðræðissinn- uð sannfæring og lýðræðisþroski á sér einna sterkast vígi á íslandi, en tregða, kyrrstaða og afturhald eru höfð í minnstum metum. Benedikt á Auðnum er nú 92 ára gamall og enn í fullu fjöri, og starfar sína átta tíma á dag sem bók- haldari í Kaupfélagi Þingeyinga, og sinnir í tóm- stundum sínum bókavörzlu Sýslubókasafnsins, en í 212

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.