Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 29

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 29
á lofti hefir því tekizt að skapa 'þó nokkra „stemn- ingu“ fyrir hinum tryllta vígbúnaði. En einnig þessi vopn eru farin að sljóvgast. Frjálslyndur, japanskur blaðamaður, Tsiio Korou, segir svo í einni grein sinni: „Japanska þjóðin hefir lært meira í pólitískum efn- um á síðustu 1—2 árum en á 10—20 áður.“ Fólkið hefir lært af reynslunni. Því var lofað gulli og græn- um skógum eftir landvinningana í Mandsjúríu. En það hefir ekkert uppskorið nema aukna neyð, — aukna tolla, aukin hernaðarútgjöld. Þessi smástyrj- öld hefir því ekki vænkað hag þess. Hví skyldi stærri styrjöld gera það? Þessvegna verða raddirnar gegn hinum sífelldu árásum Japana á landamæri Sovjet- ríkjanna æ fleiri og háværari. Þess vegna vex stöð- ugt andúð alþýðunnar gegn yfirgangi Japana í Norð- ur-Kína og hernaðarbandalagi þeirra við Þýzkaland. En stefna stjórnarinnar er sú sama og áður. Forsætis- ráðherrann Konoje lýsir því bezt í ræðu, sem hann hélt 4. jún. s.l., þar sem hann segir m.a.: „Stjórn vor keppir að friði, sem byggist á alþjóð- legu réttlæti, ekki eftir friði, sem byggist á viðhaldi þeirra aðstæðna, sem nú eru fyrir hendi.“ Sem sé ekki núverandi ástand áfram, heldur nýja kúgun og landvinninga. Það er boðskapur japanska afturhaldsins. En það er ekki aðeins vilji japanskrar alþýðu, sem leggst æ þyngra gegn hernaðaræfintýrum japanska afturhaldsins. Vöxtur Sovjet-ríkjanna og aukin sam- heldni Kína eru líka aðstæður, sem gera hvorttveggja í senn að erfiða þessi æfintýri — og herða á. fasist- unum að bregða strax við. Japönum skilst æ betur, að Mandsjuko mun vart reynast svo hernaðarlegt stökkbretti til árásar á Sovjet-ríkin eins og ætlað var í fyrstu. Uppreist alþýðunnar gegn yfirráðum Japana þar fer vaxandi. Sjálfboðaliðsveitir halda þar allstað- ar uppi baráttunni gegn Japönum og Mandsjukuó- herinn er ekki tryggari en svo, að öðru hvoru ganga 221

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.