Réttur


Réttur - 01.08.1937, Page 24

Réttur - 01.08.1937, Page 24
legð, eða fyrir rýting launmorðingjans. Og kerfi þeirra hrundi með þeim.“ „Nei, nei,“öskraði Mussolini ofsareiður. ,,Ég vari um eilífð! Fasisminn stendur í þúsund ár!“ Afturganga Napoleons gerði þá furðulegan hlut. Hún hleypti út óheyrilegum vindi, sem fyllti allt her- bergið með kæfandi eiturlofti. ,,Gas,“ sagði Napoelon. „Við erum gasbelgir, við einvaldar! Ég hugðist geta hindrað þjóðarbyltingu, Benito. En ég dó á St. Helenu, og byltingin hélt áfram. Þú hefir líka svikið þjóðarbyltingu. En þeir sigra samt að lokum; þeir sigra alltaf.“ „Þeir, þeir?“ hrópaði Mussolini þrjózkulega. „Þeir hverjir?“ „Fólkið,“ hvíslaði Napoleon í feimnisróm. „Eins og Lincoln sagði, guð hlýtur að hafa elskað alþýðuna, annars hefði hann ekki skapað hana svo fjölmenna! Og eins og Voltaire sa^ði, afmáið forsmánina! Eða eins og Hoyle hefir sagt, í fullu húsi er fólknárungum hætt! Sjáið fótum yðar forráð! Betri er ein kráka í hendi en tvær í skógi. Leiðir frægðarinnar liggja hvergi nema í gröfina!“ Svona hefði hann bullað endalaust, ef Mussolini hefði ekki rokið upp öskuvondur og grýtt í hanri hitapokanum. Litli Kórsíkumaðurinn hvarf, skríkti andstyggilega, og lét eftir sig fúlan daun af eiturgasi og rotnun. Hinn tryllti Mussolini svitnaði ægilega eftir þessa viðureign. Hann reyndi að hagræða sér í svefn og halda huganum við skemmtileg efni, medajíur sínar, einkennisbúninga, ræður sínar. En þá birtist honum hár maður, fölur á svip með hátt og bjart enni og döpur augu. Hann var allsber og allur með sárum frá hviríli til ilja. „Burt með þig!“ æpti Mussolini, og augun ætluðu að springa út úr höfði haris. „Hver ert þú?“ „Matteoti,“ sagði hái maðurinn stillilega. „Matte- 216

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.