Réttur


Réttur - 01.08.1937, Qupperneq 15

Réttur - 01.08.1937, Qupperneq 15
sunnudegi. En eldsnemma um morguninn vaknaði hún við hinn einræmislega söng Flandraranna, sem voru að draga upp segl sín. Hún leit út um glugga- holuna og sá, að skútan, sem skipsdrengurinn var á, tók fyrsta slaginn yfir fjörðinn og sveif af stað fyrir fullum seglum í áttina til hins sólbjarta lands, þar sem sagt var að skógarnir væru með góðu ávextina. Þar áttu þeir heima þessir dökku menn, sem töluðu hið óskiljanlega en fagra la la-mál. Þá lagðist Lauga út af á koddann sinn og grét,- Að brjóta inúriiin. Ræða á móti Ungmennafélaganna í Þrastalundi 25. júlí. Eftir Halldór Kiljan Laxness. Ég er Ungmennaféiögunum mjög þakklátur fyrir að þau skuli hafa gefið mér tækifæri til að segja hér nokkur orð í áheyrn lýðræðissinnaðs æskulýðs úr sveiíum Suðuiúandsundirlendis og víðar. Ég held é^ tali fyrir munn flestra rithöfunda nú á dögum, þegar ég segi að við rithöfundarnir lítum yfirleitt á okkur sem talsmenn upplýsingarinnar. Þess vegna er mörgum okkar það mikið áhyggjuefni, hve sjaldan okkur gefst tækifæri á að komast í sam- band við ákveðna hópa innan þjóðfélagsins, og það oft á tíðum það fólk, sem við þráðum helzt að komast í samband við. Við mikinn þorra af íbúum sveitanna hefir okkur verið álíka erfitt að ná sambandi eins og það er fyrir almenna, jarðarbúa að ná sambandi við stjörnurnar úti í himingeim'num. Hve oft höfum við ekki orðið fyrir þeirri sáru reynslu, að rödd okkar náði aldrei til þeirra, sem við kusum helzt að ná tali, þeirra, sem við töluðum til alveg sérstaklega í bók- um okkar, þeirra, sem bækur okkar oft og einatt voru 207

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.