Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 14

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 14
Þegar Jón var farinn byrjaði Katrín. Nú fékk Lauga fulla skýringu á því, hvað fullorðna fólkið hélt hún hefði verið að aðhafast, og þeirri skýringu fylgdi sú mesta barsmíð, sem hún hingað til hafði fengið. Og ef þú segir nokkurntíma frá því, að hingað hafi komið Fransmenn til mín, þá bara drep ég þig — skil- urðu það? Þú skalt ekki gera mér það að koma óorð- inu á mig líka. Lauga saug fast á sér neðri vörina en kveinkaði sér hvergi undan höggunum. Hún hataðist við alla og vildi ekki láta undan neinum. Hún hugsaði meira að segja með óvild til skipsdrengsins, sem með óráð- þægni sinni hafði komið öllu þessu af stað. En hún var alveg hissa á hótunum Katrínar út af Fransmönn- unum, sem höfðu heimsótt hana; aldrei hefði henni dottið neitt misjafnt í hug um þau, eí' hún hefði ekki sagt þetta. En Katrínu var ekki rótt. Hún vissi sýnilega ekki sitt rjúkandi ráð, því að þegar hún var búin að berja Laugu, gaf hún henni þykka brauðsneið með miklu af smjöri og púðursykri ofan á og hélt enn áfram að brýna fyrir henni, að hún mætti ekki undir nokkr- um kringumstæðum tala um heimsóknir þær, sem hún fengi af Fransmönnum. Lauga faldi sig uppi á lofti það sem eftir var dags- ins, úrvinda af þreytu og leiðindum. Hún gat samt ekki grátið yfir þessum hörmungum, hnipraði sig bara saman í rúminu sínu, full af sljóleik og viðbjóði. Hún heyrði, að nágrannakonurnar komu til Katrínar og skröfuðu margt og hún þóttist vita hvert umræðu- efnið var. Seint um kvöldið var komið heim með Jón dauðadrukkinn, en ekki kom læknirinn. Lauga var því eiginlega ekkert fegin, henni fannst frekar eins og hún hefði verið svikin á einhverju, þegar hann kom ekki. Hún sofnaði um kvöldið í þurrum hugaræsingi, án þess að fella nokkurt tár yfir þessum raunalega 206

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.