Réttur


Réttur - 01.08.1937, Page 23

Réttur - 01.08.1937, Page 23
æsku, eins og einvaldar fasismans eru neyddir til. Sem sagt, Mussolini leið sæmilega vel og var að falla í ánægjulegan blund, er hann hvarf allt í einu aftur inn í alla sex-daga hringekjuna verandi mikill ein- valdur! Hann hafði verið að dreyma, líklegast spaghetti, stríð og fagrar svartstakkameyjar, þegar Napoleon stóð allt í einu fyrir framan hann. „Sæll, Benito,“ sagði litli einvaldurinn frá Korsíku, og var háðsglott á bleiku andlitinu. „Sæll, Bonaparte,“ tók Mussolini undir, úrillur. „Hversvegna kemurðu á þessum tíma. Nú verð ég að hvílast. Og hversvegna þetta öfundarglott?“ Napoleon hefði skellt upp úr, ef einvaldar væru ekki vitfirringar, sem er varnað að geta hlegið. „Öfundar?“ glotti hann. „Gagnvart þér? Sem böð- ullinn á ekki óbeðið eftir nema sex mánaða eða eins árs skeið?“ „Ba!“ sagði Mussolini, hraustlega. „Mér hefir ekki brugðizt lánið hingað til; gæfa mín og vizka munu bera mig yfir allar torfærur.“ „Ba!“ sagði Napóleon á móti. „Haminéjustjarna mín var skærari en þín, og meiri mín vizka, og end- aði ég þó á St. Helenu.“ „Ég reikna ekki með neinum mistökum, ég neita því,“ sagði Mussolini, bylti sér við í rúminu og tók hitapokann í faðm sér. „Avaunt!“ Þá blés Napoleon sig út, varð stærri og stærri, og flaug skyndilega upp í loft, með medalíur, stígvél, þrístrenda hattinn og allt saman. Og hlassaðist svo með háum skelli ofan á brjóstið á Mussolini. „Benni litli,“ hvíslaði hann, „allir einvaldar hafa verið mistök. Veiztu um nokkurn, sem heppnaðist. Öskraðu eins og þú vilt, þú blekkir ekki mig eða mann- kynssöguna, þú vesæla, útblásna eftirlíking af mér. Hvar eru einvaldarnir frá því í gær? Þeir dóu í út- 215

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.