Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 12
Katrínar eða annara, þegar niðursetningur átti í hlut-
Hún ætlaði að reyna að freista að fara með hann inn
að Koti og reyna að biðja fyrir hann þar. Þar bjó
fátækt og einfalt fólk, hún treysti sér helzt til að tala
um fyrir því. Hún vissi, að hún mundi verða barin,
þegar hún kæmi heim, fyrir að hafa verið svona lengi
í burtu, en fyrr skyldi Jón mega drepa hana með
hnífnum, en hún segði til drengsins. Hún tók í hönd-
ina á honum og benti inn dalinn. En drengurinn var
þá búinn að tapa öllu trausti á þessu voðalega landi
og íbúum þess, að henni meðtaldri. Hann hríðskalf
af kulda og gerði ekki annað en slá hana, þegar hún
reyndi að fá hann með sér. Svo hélt hann af stað
niður fjallið, áleiðis til þorpsins.
Laugu lá við að gráta af gremju; það var alveg
meiningarlaust af honum að gefast þannig upp, og
hún vissi, að hann mundi verða barinn, þegar hann
kæmi um borð. Hún hljóp á eftir honum, togaði í
hann og reyndi að sýna honum fram á hvað þetta
væri vitlaust af honum. Kot! Kot!, sagði hún og benti
inn eftir dalnum.
Cot-cot, endurtók hann móðgaður yfir því að vera
ávarpaður eins og hænsni, sleit sig lausan og hélt
áfram.
Lauga varð að gefast upp, þótt henni félli það sárt.
Svo röltu börnin í rigningunni niður gilið, þegjandi og
vonsvikin, of sljó til þess að gera sér hugmyndir um
viðtökurnar hjá fullorðna fólkinu.
Þegar þau komu niður í þorpið, urðu þau þess brátt
vör, að komizt hafði upp um flótta þeirra. Þrátt fyrir
rigninguna var rnargt fólk úti og Flandrarar, sem
þarna voru, tóku þegar í stað skipsdrenginn með sér
urn borð. Lauga horfði í örvæntingu á eftir honum,
það var eins og hún heyrði þegar í honum hljóðin,
hana langaði til að segja eitthvað hughreystandi við
hann að skilnaði, en hvernig átti að fara að því, þegar
hann skildi ekki neitt mannamál, og auk þess leit
204