Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 28

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 28
virðist sem til enn alvarlegri tíðinda muni draga þar austur frá, áreksturinn skarpari en fyrr og Japönum ieikur enn mnir hugur á að láta til skarar skríða. Liggja til þesSa ýmsar ástæður, bæði í innanlands- málum Kínverja og Japana sjálfra. Frá því í febrúar 1936 hafa orðið þrisvar sinnum stjórnarskipti í Japan. Andstæðurnar milli hernaðar- klíkunnar og fólksins hafa skerpzt og dýpkað. Hern- aðarklíkan gjörði þá tilraun til skyndiuppreistar, sem að vísu varð einangruð en leiddi þó til þess, að þessir forverðir japanska fasismans fengu því ráðið, að mynduð var mjög afturhaldssöm stjórn. í nóvem- ber síðastliðið haust hóf hernaðarklíkan enn nýja árás á réttindi fólksins. Hernaðarmálaráðherrann Teratiski heimtaði, að stjórnin afnæmi núgildandi hernaðarlög, takmarkaði mjög vald og réttindi þingsins og pólitísku flokkanna en stjórninni væri hinsvegar veitt meira eða minna einræðisvald. En fólkið veitti ákveðna mótspyrnu og flestir pólitísku flokkarnir snerust öndverðir gegn tillögum hernaðarklíkunnar. í marz í ár var svo gengið til kosninga og hugðist hernaðarklíkan nú mundu koma á sínum fasistisku áformum. En í kosningunum beið hún herfilegasta ósigur, 85'/< allra atkvæða féllu gegn stjórninni — aðeins fjórir yfirlýstir fasistar komust að og höfðu að baki sér 2fo atkvæðamagnsins. Verkalýðs- og bænda- flokkurinn hafði hinsvegar á þessu eina ári tvöfald- að atkvæðamagn sitt, eða úr 650,000 upp í 1,200,000. — Fyrrverandi stjórn neyddist til að fara fi'á, en með aðstoð hersins og afturhaldsins tókst þó að mynda mjög afturhaldssama stjórn, þar sem fulltrúar aftur- haldsins úr hernaðarklíkunni, embættismanna- og stórborgara-stéttunum eiga sæti. Afturhaldið í Japan á að vísu enn mikil ítök í hug- um fólksins, sérstaklega eru þjóðardýrkunin og stór- veldadraumarnir beitt vopn í hendi þess og með þau 220

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.