Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 19

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 19
Við höfum í því augnamiði stofnað bókmenntafélag, sem á að starfa á mjög víðtækum grundvelli, og safna að minnsta kosti þrjú þúsund félagsmönnum nú á næstu misserum, en með þeirri þátttöku verður fé- laginu kleift, að gefa út sex bækur á ári, eða sem svarar 1200 blaðsíðum, gegn tíu krónu árgjaldi á hvern félagsmann. Við höfum gefið þessu félagi nafn- ið Mál og menning. Með þessum meðlimafjölda er sem sagt hægf að setja verð bókanna niður í rúma hálfa aðra krónu á bók að meðaltali og breyta um leið hinu mennta- fjandsamlega fyrirkomulagi, sem áður var ríkjandi um of dýrar bækur og of fáa kaupendur. En til þess að okkur takist þetta herbragð gegn heimskugyðjunni Móríu, verðum við að hafa sam- vinnu við sem flesta og helzt alla bókhneigða menn á landinu, og ekki aðeins alla bókamenn, heldur einn- ig alla framfaramenn, alla áhugamenn í menningar- málum, alla þá menn, sem skilja og viðurkenna upp- lýsinguna sem óhjákvæmilega undirstöðu lýðræðis á íslandi, og tryggingu þess. Á alla slíka menn heit- um við nú til fulltingis í þessu menningarmáli, og þá fyrst og fremst á hin lýðræðissinnuðu æskulýðsfélög. í sveitum landsins leggjum við alveg sérstaklega mik- ið upp úr stuðningi Ungmennafélaganna til þess að hjálpa okkur að hrinda þessari hugsjón í fram- kvæmd Við þykjumst ekki renna blint í sjóinn. þeg- ar við förum þessa stuðnings á leit við Ungmennafé- lögin, til þess er okkur of vel kunnugt um það, hvern þátt þessi félög hafa nú um þrjátíu ára skeið átt í þjóðernislegu vakningarstarfi, vernd og eflingu þjóð- legra verðmæta. Ég var fyrir nokkrum dögum staddur norður á Húsavík. Ég heimsótti þar Benedikt Jónsson, fyrrum bónda á Auðnum, hinn aldna þul, sem hefir gert meira en nokkur annar maður til að mennta Þing- 211

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.