Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 4

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 4
ig að hvorugur aðili þurfi að fara í grafgötur um það, hvert hinn ætlar. Ef ekki er hægt að koma sér saman um undirstöðuatriði og starfskrá og baráttu- grundvöll, og menn og málefni yfirleitt, þá nær það tal ekki lengra. Með öðrum orðum, fyrst verður að prófa hvort þessir flokkar geta unnið saman sem tveir ílokkar, áður en það getur talizt tímabært að tala um að gera úr þeim einn flokk. Skilningur, samkomu- lag og samningar um málefnagrundvöll hlýtur að verða undanfari allra ráðstafana til algerðrar sam- einingar. Fyrirvaralaus samsteypa, eða hin ,,tafar- lausa sameining“, sem Héðinn Valdimarsson talar um, er í fyrsta lagi óhugsanleg og óframkvæmanleg, og í öðru lagi væri ekkert unnið með henni, þótt hún tækist, nema fullsannað væri áður, að flokkarn- ir væru fullkomlega -sammála um málefni, aðferðir og forustu. Því fer fjarri, að „tafarlaus sameining“ sé trygg- ing þess, að hin langþráða eining náist í verklýðs- hreyfingunni. Sé verklýðsflokkunum steýpt saman of fljótt, er ekkert líklegra en að þeir splundrist aftur með sama bráðræðishraða og þeim var steypt saman. Sameining verklýðsflokkanna getur farið fram, þegar trygging er fengin fyrir því, með prófaðri samvinnu, að ,,hinn sameinaði alþýðuflokkur“ klofni ekki á nýjan leik, fyrr ekki. Sundrungardæmin úr hinni stuttu sögu íslenzkrar verklýðshreyfingar eru of nærtæk til þess að við get- um farið hrapandi að sameiningu verklýðsflokkanna, án þess að hafa fyrst jafnað úr þeim andstæðum, sem hætt er við að mundu orsaka klofningu innan eins og sama flökks. Héðin Valdimarsson ætti að reka minni til klofningsins 1922, þegar hann og Jón Baldvins- son og fleiri góðir menn klufu sig út úr Jafnaðar- mannafélaginu, út af málefni, sem var fyrst og fremst fræðilegt, og stofnuðu nýtt jafnaðarmannafélag. Klofningurinn, þegar verklýðshreyfingin skiftist í 196

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.