Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 25
oti, er þú lézt stigamenn þína myrða, eins og þúsundir
af fyrri samherjum þínum, sósíalistum og félögum
úr verklýðshreyfingunni, er þú lézt einnig myrða.
Heldurðu að við séum gleymdir? Hefir þú sjálfur
getað gleymt okkur?“ Hann bar hærra og hærra
yfir óttasleginn einvaldann. „Svikari, við skiljumst
ekki við þig allt til enda. Við göngum við hlið þér
í Abessiníu og Austurríki. Við sitjum hjá þér í verk-
smiðjunum, þar sem þú framleiðir hergögn þín. Við
lifum í litlu býlunum, og í hjörtum mæðranna. Við
verðum í fylgd með þér að gálganum, þar sem þeir
hengja þig.“
,,Þú ert dauður og þurrkaður út!“ skrækti Musso-
lini. ,,Þú ert bara slæmur draumur! Lestirnar ganga
nú stundvíslega á Italíu! Ný hetjuöld er upprunn-
in.“ —
Matteoti svaraði engu, en þögn hans var verri en
nokkur þau orð, sem hann hefði getað sagt.
„Hverjir ætla að hengja mig? Hver vogar að
hengja mig?“ æpti Mussolini.
„Fólkið,“ sagði Matteoti, og blóð lagaði úr hverju
sári hans. Hann hvarf.
Smávaxin, gömul og hrum sveitakona birtist í hans
stað fyrir framan Mussolini. „Móðir mín, hvað ert
þú að gera hingað?“ stamaði einræðisherrann. „Farðu
burt, móðir mín, þér koma ekkert við stjórnmál.“
Litla gamla konan grét yfir Mussolini. „Sonur
minn,“ sagði hún kjökrandi, „hversvegna hefirðu
verið svona vondur við þína eigin þjóð? Er það kristi-
legt? Bændurnir búa við skort og nú heimtarðu syni
þeirra í nýja styrjöld.“
„Burt með þig, móðir, eða ég læt taka þig fasta fyrir
uppreisn," hrópaði hinn dauðskelkaði einvaldur.
En móðir hans hélt sorgmædd áfram: „Faðir þinn
var verkamaður og sósíalisti. Nú er. hann mjög reið-
ur við þig. Hann fékkst ekki til að koma með mér til
að aðvara þig.“
217