Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 30
hersveitir hans yfir til sjálfboðaliðanna eins og ný- lega kom fyrir í Tschachar-héraði — og svo fengu Japanar kínverska rauða herinn í bakið í hinni fyrir- huguðu árás á Sovjet. Sovjet-ríkin eflast hinsvegar ár frá ári, atvinnulega, pólitískt og hernaðarlega. Njósn- arar- og bandamenn Japana í Rauða hernum hafa verið þurrkaðir út. Klíka Tukajevskis er ekki lengur til að afhenda j>eim hernaðarleyndarmál og hjálpa þeim í fyrirhuguðu árásarstríði. — Og á Kyrrahafs- strönd er hið volduga 400 milljóna ríki að vakna til einingar og skilnings á aðstöðu sinni. Fyrir hína djörfu og fórnfúsu baráttu kínversku sovjet-hérað- anna og kommúnistanna hefir tekizt að þjappa kín- versku þjóðinni betur saman gegn yfirgangi Japana en nokkuru sinni fyrr. Og virðist hér svo sem kín- verska stjórnin sé ákveðin að slaka ekki lengur til fyrir ósvífni og frekju Japana, og eru slíkt gleðitíðindi öllum unnendum frelsis og réttlætis, hvar sem er í heiminum. Spánn. I þessum mánuði hafa orðið þeir viðburðir í Spán- armálunum, sem hefðu getað verið friðnum og fram- tíð lýðræðisins mjög heilladrjúg, ef England og Frakkland aðeins hefðu viljað. Þýzkaland og Ítalía höfðu dregið sig opinberlega út úr gæzlustarfinu við Spán. Hitler hafði lýst því yfir í Wúrzberg, að Þýzka- land yrði að komast yfir járnmálminn við Bilbao og Mussolini hafði skrifað í Popolo d’Italia, að Italía væri stolt að taka ekki þátt í ,,hlutleysinu“ og ætl- aði sér að gera Spán að gröf bolsévismans. Innrásar- stríð og tilgangur fasistaríkianna var nú öllum kunn- ur. Nú voru sögð hreystiyrði í einræðislöndunum, skrípaleiknum skyldi hætta, England og Frakkland ætluðu að taka ein að sér gæzlustarfið. Það sljákk- aði í fasistaríkjunum. Þýzku blöðin enda blíðmálg og skjallin við Englendinga. — En svo koma svikin. 222

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.