Réttur


Réttur - 01.08.1937, Qupperneq 17

Réttur - 01.08.1937, Qupperneq 17
einasta heimili í landinu og stjórna þannig skoðun- um almennings. En við rithöfundarnir, og alveg sér- staklega þeir okkar, sem telja sig talsmenn upp- lýsingar og lýðmenntunar, við höfðum enga peninga til að útbreiða rit okkar, við höfðum ekki efni á að senda fólkinu bækur okkar ókeypis um þvert og endilangt landið, og ekki heldur önnur þau málgögn, þar sem ritgerðir okkar fengust birtar, heldur urðu útgefendur bóka okkar og málgagna oft og einatt að sæta tjóni af því að gefa út bækur okkar, vegna þess að fólkið í landinu var svo fátækt, að það hafði ekki efni á að kaupa þær. Við lifum í þjóðfélagi, sem er þannig skipað, að fátæktin er eins og margfaldur múi’veggur milli meiri hluta þjóðarinnar og rithöfundanna. Það er sama hvað við vöndum okkur og leggjum okkur í fram- króka, verk okkar komast ekki til þeirra, sem eiga þau, til þeirra, sem þau eru skrifuð fyrir, vegna þess að almenningur hefir ekki efni á að kaupa bækurnar. Og því miður er þessu ekki þannig farið um bækurn- ar einar. Alþýðumenn hafa í öllum áttum sömu sögu að segja af því, hvernig fátæktin kom í veg íyrir að menntunardraumar þeirra fengi að rætast, eða hvern- ig hún kemur í veg fyrir, að þeir fái komið börnum sínum til mennta. Harmsaga allt of margra alþýðu- manna er sagan um múrvegginn milli þess, sem í þeim bjó og hins, sem þeir vildu verða. Fátæktin stóð í vegi fyrir því að þeir fengju aflað sér þeirrar upp- lýsingar, sem hefði gert líf þeirra ríkara og ánægju- legra, þeir nutu sín aldrei í lífinu vegna menntunar- skorts. Ég vil nota þetta tækifæri til að skjóta hér inn, að við sósíalistarnir lítum ekki á fátæktina sem neitt órætt vandamál, sem heyri undir dulspeki eða for- lagatrú, eða eitthvað þessháttar. Sósíalisminn er nefnilega vísindaleg kenning um það, af hverju fá- tæktin stafi og hvernig. eigi að útrýma henni. Sósíal- 209

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.