Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 31

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 31
Hlutleysisnefndin makkar á ný við Þjóðverja og ítali. Þeir leggja fram ósvífnustu tillögurnar, sem enn hafa komið fram. Þær eru ræddar eins og mjög athyglis- vert plagg og loks hverfur enska stjórnin frá sínum tillögum og bræðingssérfræðingurinn Eden semur um nýja málamiðlun við fasistana. Tillögur fasistaríkjanna voru í stuttu máli þessar: Að veita báðum aðilum á Spáni hernaðarréttindi, þ, e. a. s. að hlaupa frá öllum ákvæðum alþjóða- réttar um löglega stjórn og uppreist og ákvæðum Þjóðabandalagsins um meðferð á málum árásaþjóða. Allt gæzlustarf á sjó skyldi nið(ur falla og aðilum veittur réttur til hafnbanns, sem vitanlega gæti þýtt það, að Franco með aðstoð ítalskra og þýzkra her- skipa gæti lokað fyrir stuðning til þeirra borga, er stjórnin hefir á valdi sínu. — Gæzlustarf á landi skyldi ekki fellt niður til að tryggja það, að stjórnin fengi enga hjálp frá Frakklandi. — Aðaltilgangur- inn með þessum tillögum fasistanna er þó eins og alltaf áður að vinna tíma og tækifæri til að geta áfram flutt vopn og her til Spánar. Stjórnir lýðræðis- ríkjanna sýna sömu svikin og aumingjaskapinn og fyr, þýzku fasistarnir hvísla því að Franco, að hann skuli bjóða ,,Lundúna-city“ hlutdeild í járnnámum Baskalands. Og herra Eden dregur tímann og kemur svo með slíka málamiðlunartillögu, sem mjög gengur Franco í hag. Á meðan á þessu stendur fara fram nýir herflutningar til Spánar. Mussolini setur þúsund- ir hermanna á land í Cadiz, Máraliði — 2 þúsundir — er skipað á land í Gibraltar og síðan sent til Madrid- vígstöðvanna. Áætlun Francos er að hafa 100 þús. manna her og 500 flugvélar til árásarinnar á Madrid. Þessa áætlun eru nú fasistaríkin að reyna að uppfylla, meðan lýðræðisstjórnir Frakklands og Englands eru að fyrirgera leifunum af því trausti, sem alþýða Spáhar og alls heimsins enn þá ber til þeirra. Ásg. M. Bl. 223

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.