Réttur


Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 36

Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 36
„Caterina skrifaði honum og sagðist hafa áríðandi upplýsingar handa honum. Hún ákvað að hitta hann klukkan níu í kvöld í Riva Piana við vatnið, úti fyrir gömlu San Quirico kapellunni. Ég og tveir aðrir ætlum að mæta þar líka“. „Heldurðu ekki að það ætti að segja lögreglunni frá þessu? “ „Það held ég væri mjög heimskulegt. Þá myndi ræðismaðurinn strax fá veður af því, og refurinn ekki koma“. Daníel gat ekkert sagt við þessu, af því að hann vissi að það voru ótryggir menn meðal lögreglunnar. En Daníel var áhyggjufullur út af þeim erfiðleikum og hættum, sem þetta gæti haft í för með sér fyrir ítölsku flóttamennina. „Það ættu að vera Ticinobúar, sem gerðu það“. En það vildi Agostino ekki fallast á. „Á þann hátt yrði of mörgum blandað í málið“, sagði hann, „og auk þess þarf ítalska gildru fyrir ítalskan ref“. Þetta kvöld fór Daníel með járnbrautinni til Loc- arno. Um klukkan tíu reikaði hann meðfram vatninu í áttina til Saleggi, til þess að bíða eftir Agostino, sem ætlaði að koma til þess að segja honum hvernig f^rið hefði. Kl. hálf ellefu kom Luca, ítalski trésmiðurinn frá Minusio, en Agostino ekki. „Agostino meiddi sig dálítið í hendinni“, sagði hann, „hann vildi ekki koma, af því að hann vildi ekki vekja á sér athygli með umbúðunum“. Daníel var á glóðum. „Og hinn náunginn?“ spurði hann. „Hann var látinn liggja þar eftir. Hann kom til mótsins ásamt tveim öðrum. Þeir skildu hann einan eftir með Caterinu, og lofuðu að koma aftur klukku- stundu síðar. Við biðum á bak við kapelluna þangað til þau hurfu í áttina til Navegna. Caterina stundi og andvarpaði og fór að segja njósnaranum heilmikla rosmu, sem var eintóm vitleysa. Öðru hvoru rausaði 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.