Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 74
Munurinn er aðeins sá, að í Sovétríkjunum er stjórn-
arfar, sem hefir kraft og siðferðisþrek til að taka fyr-
ir rætur meinsins, áður en það er orðið um seinan.
— Hafa dómarnir í Moskva veikt sovétskipulagið,
eins og þeir reyna að hugga sig við, sem harma, að
fyrirætlanir hinna ákærðu mistókust? Hefði það veikt
spánska lýðveldið, ef Franco, Mola, de Llano og fleiri
slíkir hefðu verið handteknir í tæka tíð og dregnir
fyrir lög og dóm? Slíkt hefði ekki aðeins styrkt lýð-
veldið, heldur sparað líf og limi meira en milljón
Spánverja.
Dómarnir í Moskva hafa ekki aðeins losað þjóðina
við hættulega óvini, heldur einnig að öllum líkindum
frestað Evrópustríði og þar með sparað líf margra
milljóna — að minnsta kosti um stund. Þetta mættu
þeir vel athuga nánar, sem ekki telja sig hafa annað
þarfara að skrifa en níð um Sovétríkin fyrir að láta
ekki þvílíka óvini mannkynsins leika lausum hala.
Nokkrir embættismenn og herforingjar geta ekki
haft úrslitaþýðingu fyrir 170 milljóna ríki. Sovétríkin
hafa aldrei verið jafn-sterk og nú, félagslega og hern-
aðarlega. Sumir erlendir hernaðarsérfræðingar hafa
orðið að viðurkenna, að Sovétríkin séu ósigrandi í
styrjöld. Eftirtektarverð eru í þessu sambandi orð
Voroshiloffs hermálaráðherra, er hann viðhafði eigi
fyrir all-skömmu. ,,,Hingað til“, sagði hann, ,,hefir
spurningin verið sú, hvort vér sigruðum eða biðum
ósigur, ef vér yrðum neyddir út í stríð. Nú er þetta
ekki lengur spurningin. Sigra munum vér, hvernig
sem fer. Nú er spurningin aðeins sú, með hve litlum
tilkostnaði mannslífa og verðmæta getum vér sigrað“.
Landamæri Sovétríkjanna frá Eystrasalti til Svarta-
hafs eru svo rammlega víggirt, að því nær er talinn
ógerningur fyrir útlendan her, að brjótast þar yfir.
Álíka vel eru auturlandamærin víggirt. Sumir telja, að
Sovétríkin geti á skömmum tíma vopnað 30 milljónir
hermanna. Þá hefir það aukið nokkuð mörgum hundr-
106