Réttur


Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 46

Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 46
ið inn í sömu lestina, lest dauðans. Hálsbindi stúdent- anna lenda undir skósólum bóndans, sverð liðsfor- ingjans rekst gegn um brjóst verzlunarmannsins og hin nýju snið hattarans hverfa í eld og reyk. Þeir voru allir í sömu lest, án þess að vita um það. ,,En járnbrautaryfirvöldin voru fljót að sundra þeirri einingu, sem dauðinn hafði skapað“, sagði Dan- íel. ,,Þeir tóku líkin í pelskápunum og lögðu þau sér“. „Eru menn þá dæmdir til að vera óvinir jafnvel eft- ir dauðann?“ spurði Silvia. „Það er mikið djúp staðfest milli eðlis mannsins, örlaga hans og þess, sem þjóðfélagið gerir úr hon- um“, svaraði sjúklingurinn. „Þegar ég var að berjast við dauðann, þá ásótti þessi hugsun mig. Sérhvert okkar ferðast í sinni sérstöku lest, en samt erum við öli á sömu járnbrautinni". „Núverandi þjóðskipulag byggist eingöngu á sundrung og úlfúð manna á meðal“, sagði Daníel. „Mikill meirihluti mannkynsins er sviptur afrakstri vinnu sinnar. Menn hafa ekki fyrr sleppt hendinni af framleiðslu sinni, en hún hættir að vera þeirra eign, og verður eign óvina þeirra. Framleiðslan er orðinn ó- vinur framleiðandans. Dauðir hlutir eru orðnir að skurðgoðum, sem menn verða að lúta“. „Þarf þetta alltaf að vera þannig?“ spurði Silvia. „Þegar ég var ungur þráði ég líka skipulag ólíkt. því, sem við búum við . . .“ Daníel stóð upp og hélt áfram að stinga upp garð- inn. Vorið var í nánd, og það var í mörg horn að líta. Hann stakk skóflunni reiðilega í moldina, steig á hana hægra fæti með öllum sínum þunga, og kastaði hnaus- unum til hliðar. Filomena jafnaði úr moldinni með hrífu. Sætur ilmur af rakri mold steig upp úr garðin- um. Stórir svitadropar sáust á sorgbitnu, hrjáðu and- liti Daníels. Sjúklingurinn lá úti í garðinum til kvölds, er fyrstu stjörnurnar sáust yfir Monte Ceneri. „Ég hefi ekki horft upp í himininn í mörg, mörg 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.