Réttur


Réttur - 01.04.1938, Page 56

Réttur - 01.04.1938, Page 56
minn gerður að ráðherra. Hrein framsóknarstjórn ? Mikil eru verkin mannanna. Allt í lagi! Allt er betra en íhaldið! En hitt verða menn svo að taka með trú- arinnar augum, hvernig þessi stjórn ætlaði að starfa og standa. Það er ólærðum mönnum í afskekktu hér- aði ofvaxið að skilja. En óhug sló þó á kjósendahjörð forsætisráðherrans þegar hann lýsti því yfir í útvarpsumræðum nýlega, að til mála gæti komið að mynda einhverskonar þjóð- stjórn, þ. e. gefa íhaldinu hlutdeild í stjórn lands- ins. Og í tilefni af þeirri yfirlýsingu geta kjósendur þessa mæta manns tekið sér í munn hina gömlu hóg- væru bæn: Ef það er mögulegt, þá víki þessi kaleikur frá okkur. En verði hún ekki heyrð, þá er sennilegt að sagan endurtaki sig og sú stund komi, að ráðherrann verði að standa frammi fyrir ,,háttvirtum kjósendum“ í ,sömu sporunum og Tryggvei heitinn Þórhallsson stóð 1934; því þeir verða sennilega fáir, sem vilja taka sér í munn niðurlag bænarinnar: Ekki þó eins og ég vil, heldur eins og þú vilt. Páskadag 1938. Jóhannes Jósepsson. Hvaða möguleika hafa Jap- anir lil alí vinna stríðið í Kína? Þegar stríðið í Kína hófst í fyrra, munu Japanir hafa gert sér vonir um að geta lagt landið undir sig á mjög skömmum tíma. En þetta l'ór á annan veg. Kín- verska þjóðin hefir sameinast til varnar og veitir nú öflugt viðnám og hrekur Japani jafnvel til baka af þeim svæðum, sem þeir voru áður búnir að ná á sitt vald. Þegar þessar staðreyndir eru athugaðar hlýtur að vakna spurningin: Hversu lengi geta Japanir, sem 88

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.