Réttur


Réttur - 01.10.1970, Page 11

Réttur - 01.10.1970, Page 11
VIÐHORF HINNA SNAUÐU ÞJÓÐA Nú á dögum er því haldið fram, að þeim ríku beri að aðstoða hina snauðu og hjálpa þeim til sjálfhjálpar. En hver eru annars veg- ar sjónarmið hinna ríku valdhafa til þróunar- aðstoðar og hins vegar viðhorf hinna snauðu til hjálparstarfsins. Þegar færð eru rök fyrir nauðsyn aðstoðar í þróunarlöndunum, skírskota menn hér á Vesturlöndum gjarnan til siðferðilegrar skyldu okkar. Rætt er um vanræktar skyldur við þróunarlöndin og það staðhæft að ríki þriðja heimsins hafi hlotið fullt frelsi með stofnun sjálfstæðra ríkja á síðustu tveim ára- tugum. En þegar nánar er athugað kemur í ljós að frelsið er aðeins á landabréfinu, en ekki í raun á efnahagssviðinu. Orsakir hung- urs í þróunarlöndunum eru í umræðum hér hjá iðnaðarþjóðunum oftast raktar til of örr- ar fólksfjölgunar, skorts á sérmenntuðu starfs- liði og skorts á fjármagni til að hefja iðnvæð- ingu. Aftur á móti er dregið úr hinum víðtæku áhrifum óhagstæðra verzlunarkjara, sem þró- unarlöndin lenda í vegna einhliða hráefna- framleiðslu. I samræmi við mat á forsendum hungur- ástandsins í þróunarlöndunum beinist aðstoð iðnaðarríkjanna einkum að sendingu sérfræð- inga til þróunarlandanna til að kenna íbúun- um tækninýjungar. I öðru lagi er vegna fjár- magnsskorts þróunarlandanna lögð áherzla á fjárfestingu í þróunarlöndunum, sem erlend auðfélög sinna aðallega. I þriðja lagi er vegna fólksfjölgunar gerðar víðtækar fræðsluher- ferðir og skipulagðar fjölskylduáætlanir, sem fátækri bændaalþýðu er upp á lagt að reyna að fylgja. T. d. hefur Alþjóða- 147

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.