Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 20

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 20
EINAR OLGEIRSSON: Byltingarsinnub kristni i. En vei yður, þér ríku, því að þér hafið tekið út huggun yðar.1) Sælir eruð þér, fátækir, því að yðar er guðs- riki.2) Auðveldara er fyrir úlfalda að ganga gegnum nálarauga en fyrir rikan mann að ganga inn i guðs- ríkið.3) Vei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar . . . . Þér höggormar, þér nöðru-afkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm helvítis.'1) Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum, því að annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, J) Lúkasar guðspjall 6, 24. 2) Lúkasar guðspjall 6, 20. s) Matteusar guðspjall, 19, 24. 4) Matteusar guðspjall 23, 29 og 33. 156 eða aðhyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon.5) Ætlið ekki að ég sé kominn til að flytja frið á jörð; ég er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð.0) Ég er kominn til að varpa eldi á jörðina, og hversu vildi ég að hann væri þegar kveiktur!7) Það er enginn hörgull á svona tilvitnunum í ræður meistarans frá Nasaret, þegar hann var að ,,æsa upp lýðinn" forðum daga, enda var hann krossfest- ur af þjónum rómverska keisaraveldisins og lepp- stjórn þess í Gyðingalandi. Og svipuð örlög vofa 5) Lúkasar guðspjall 16, 13. “) Matteusar guðspjall 10, 34. ’) Lúkasar guðspjall 12, 49. ■

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.