Réttur


Réttur - 01.10.1970, Page 44

Réttur - 01.10.1970, Page 44
STAÐA VERKA- LÝÐSSAMTAKANNA Verkalýðssamtökin hafa mótmælt skerð- ingarákvæðunum í frumvarpi ríkisstjórnar- innar. Þau hafa bent á að með skerðingunni og með því að kippa ákveðnum vöru- og þjónustuliðum út úr vísitölugrundvellinum, sé ríkisstjórnin að kippa grundvellinum und- an samningunum frá 19. júní sl. og síðar. Hefur miðstjórn Alþýðusambands Islands lýst því yfir í einróma samþykktri ályktun, að hún telji að samningarnir frá í sumar séu úr gildi fallnir, verði stjórnarfrumvarpið sam- þykkt. Og jafnframt hvatti miðstjórnin verka- lýðsfélögin í landinu til þess að krefjast nýrra samninga. Má því gera ráð fyrir því að vet- urinn verði róstusamari en búizt hafði verið við. FLOKKSRÁÐSFUNDUR ALÞÝÐU- BANDALAGSINS Alþýðubandalagið efndi til flokksráðs- fundar í Reykjavík í októbermánuði síðla. Á fundinum var fjallað um stjórnmálaástand- ið, næstu verkefni Alþýðubandalagsins, vinstrasamstarf og um náttúruvernd. Fundur- inn tókst vel, umræður urðu miklar og já- kvæðar og fundurinn hefði vafalaust orðið mjög árangursríkur hefði undirbúningur ver- ið sem skyldi. Alþýðubandalagið á enn í ýms- um örðugleikum með framkvæmdaatriði einkum vegna fjárskorts sem háir flokknum mjög verulega. Alyktanir flokksstjórnarfundar voru allar birtar í Þjóðviljanum, en það sem kannski var athyglisverðast var hvernig fundurinn tók á málum og álykmnum um vinstrasamstarf og álykmn um náttúruvernd. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur tekur náttúru- og um- hverfisvernd til sérstakrar umræðu á fundi í einni af æðsm stofnunum flokksins. Umræðu- grundvöllurinn varð greinargóð ræða Hjör- leifs Guttormssonar líffræðings í Neskaup- stað, en Hjörleifur hefur unnið merkt braut- ryðjendastarf á sviði náttúruverndar á Ausmr- landi. Á grundvelli framsögu Hjörleifs gerði flokksráðsfundurinn samþykkt um náttúru- verndarmál, sem einnig hefur verið birt í Þjóðviljanum. Flokksráðsfundurinn samþykkti að síðla vetrar skuli haldin landsráðstefna Alþýðu- bandalagsins. Þá var samþykkt að fela mið- stjórn að setja niður nefnd til þess að endur- skoða flokkslögin og samþykkt var að gera ráðstafanir til þess að flýta sem mest gerð fræðilegrar stefnuskrár flokksins. Fyrsti fundur miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins hefur verið haldinn og var kosin fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. Formað- ur framkvæmdanefndar er Guðmundur Vig- fússon. ÁLEITRIÐ Allmiklar umræður hafa átt sér stað vegna eitrunar frá álverksmiðjunni —— flúoreitrunar. Hófust þær umræður á nýtt stig í haust er Ingólfur Davíðsson grasafræðingur birti úr- slit könnunar er hann hafði gert á flúor- mengun í nágrenni álverksmiðjunnar. Kom í Ijós —- eins og raunar hafði verið gizkað á áður — að mengun er mjög veruleg og háskaleg lífríki í grennd verksmiðjunnar. Ný- lega birti sérstök rannsóknarnefnd á vegum Isals fréttir af könnun sinni og þrátt fyrir það að reynt væri að draga sem mest úr meng- un í skýrslunni var viðurkennt að flúormeng- un í grasi í grennd verksmiðjunnar næmi því magni sem getur orðið dýrum háskalegt. Tré 180

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.