Réttur


Réttur - 01.10.1970, Page 45

Réttur - 01.10.1970, Page 45
og runnar í grennd álverksmiðjunnar eru að drepast og hefur álverksmiðjan orðið að borga skaðabætur til eigenda lands í grennd verksmiðjunnar. Magnús Kjartansson hefur flutt á Alþingi tillögu um að tafarlaust skuli sett hreinsitæki í verksmiðjuna til þess að draga úr hættum mengunarinnar. Má vænta að á næstunni verði gert út um þetta mál á alþingi, en forsætisráðherra Jóhann Hafstein hefur viðurkennt að ríkisstjórnin geti hvenær sem er skipað Isal að setja upp hreinsitæki í álverksmiðjunni. VINSTRASAMSTARF í haust kom frá þingflokki Alþýðuflokks- ins tilboð til þingflokks Alþýðubandalagsins um viðræður um vinstrasamstarf. Samskonar boð var einnig sent hannibalismm. Þingflokk- ur Alþýðubandalagsins svaraði samstarfstil- boðinu jákvætt og lýsti þingflokkurinn sig reiðubúinn að koma á fund með þingflokki Alþýðuflokksins — að vísu 17 tímum seinna en Alþýðuflokkurinn hafði gert ráð fyrir í upphafi. Vegna þessa — að þingmenn Al- þýðubandalagsins kusu heldur að mæta á fundi kl. 10 á föstudagsmorgni en kl. 17 á fimmtudegi, gekk einn þingmanna Alþýðu- bandalagsins úr þingflokknum, það er Karl Guðjónsson. Þessi úrsögn Karls kom fáum á óvart — Alþýðubandalagsmenn hafa lengi vitað að hann væri óánægður innan þing- flokksins og hann hefur aldrei verið flokks- maður í Alþýðubandalaginu. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi fordæmdi vinnubrögð Karls og skoraði á hann að láta af þingmennsku og afsala þingsæti sínu til vara- manns. Þessu hefur Karl neitað. Það hefur svo komið í ljós að Karl Guð- jónsson og hannibalistar hafa ekki meiri á- huga á vinstra samstarfi en svo að þeir neita að mæta á viðræðufundum með Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokknum. Er talið líklegt að þeir kjósi heldur að sitja á einmæl- um við Gylfa Þ. Gíslason og aðra þingmenn Alþýðuflokksins vegna þess að þeir séu að tryggja sína persónulegu valdastöðu, þ. e. þingsæti, með hrossakaupum við Alþýðu- flokkinn. NÝR TÖNN Nýlega voru haldin þing Sambands bygg- ingamanna og Málm- og skipasmiðasam- bandsins. Þing þessi sendu frá sér merkar ályktanir um kjara- og atvinnumál, sem hafa verið birtar í heild í Þjóðviljanum. I ályktun Sambands byggingamanna kveð- ur við nýjan tón í ályktun frá verkalýðssam- tökum. Þar er bent á hið augljósa samhengi, sem hlýmr að vera milli baráttu verkalýðs- samtaka og stjórnmálabarátm verkalýðsins. Fer hér á eftir lokakafli álykmnar Sambands byggingamanna — en álykmnin var sam- þykkt samhljóða á þingi þeirra. „Barátta verkalýðshreyfingarinnar hefur einskorðazt við faglegu hliðina. Komið hefur í ljós, að hana skortir vald til að tryggja þann árangur sem næst í einstökum átökum. Verkalýðsstéttin á Islandi á því fyrir höndum langvinna barátm. I þeirri barátm verða kjara- átökin aðeins hluti af annarri, sem stefnir miklu lengra, stefnir að því að ná yfirráðum yfir öllum valdastofnunum þjóðfélagsins. Framundan em pólitísk átök, sem standa munu árum saman. Hver kjaradeila, hverjar kosningar til þings og sveitarstjórna eiga framvegis að verða leið að sama marki. Því að hversu mikill sem árangur hverra átaka á vinnumarkaði kann að verða, verður hann að engu, ef almenningur velur þau öfl til póli- tískrar forysm, sem hann berst við í hinni faglegu barátm." — sv. 181

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.